Fótbolti

Drogba ánægður með lífið í Tyrklandi

Framherjinn Didier Drogba, leikmaður Galatasaray, segist hafa náð hápunkti ferilsins er hann vann Meistaradeildina með Chelsea í fyrra.

Hann ákvað í kjölfarið að hætta hjá félaginu á toppnum. Fór til Kína en stoppaði stutt þar áður en hann fór til Tyrklands.

"Ég átti ekki von á því að koma aftur í Meistaradeildina en ég er í sérstöku sambandi við þessa keppni. Ég er búinn að spila þar níu ár í röð," sagði Drogba.

"Í fyrra fékk ég loksins að lyfta bikarnum. Síðasta tímabilið mitt með Chelsea var hápunktur ferilsins. Að lyfta Meistaradeildarbikarnum stendur þar upp úr."

Drogba kann vel við sig í Tyrklandi.

"Lífið er frábært hérna. Borgin er góð og fjölskyldunni líður vel hérna. Hérna fæ ég líka að spila fótbolta í hæsta gæðaflokki."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×