Fótbolti

Maradona tekur ekki við Montpellier

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Stjórnarformaður Montpellier hefur útilokað að Diego Maradona verði næsti knattspyrnustjóri liðsins. Þetta segir hann í dag.

„Nei, Maradona kemur ekki. Ég er búinn að fá upp í kok af þessu," sagði Louis Nicollin, stjórnarformaður Montpellier.

Rene Girard, núverandi stjóri liðsins, rennur út á samningi í sumar og átti Nicollin um tíma í viðræðum við Maradona, sem starfar nú sem sérstakur sendifulltrúi íþróttaráðs í Dúbæ.

Nicollin segir að viðræður hafi gengið illa því að margir hefðu komið að málinu. „Ég hef samið við leikmenn frá Argentínu en aldrei þurft að tala við fjóra umboðsmenn. Mér líkar ekki við það og því stöðvaði ég þetta."

„Ég hefði viljað fá hann. Það hefði verið frábært. En ég held að þetta hefði hvort sem er strandað á launakröfum hans."

Nicollin segir líklegt að hann muni á endanum semja við franskan þjálfara.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×