Erlent

Átján féllu í fjórum sprengingum

Ein sprenginganna átti sér stað í byggingu dómsmálaráðuneytisins.
Ein sprenginganna átti sér stað í byggingu dómsmálaráðuneytisins. Mynd/AP
Að minnsta kosti átján féllu og 53 særðust í fjórum sprengingum í miðborg Bagdad í dag.

Sprengingarnar áttu sér stað um eittleytið skammt frá víggirtu athafnasvæði sem kallast „Græna svæðið“. Þar starfa fjölmargir ríkisstarfsmenn, og vitað er til þess að sjálfsmorðssprengjumaður hafi sprengt sig í loft upp inni í byggingu dómsmálaráðuneytisins.

Ríkissjónvarpið í Írak segir þrjá vopnaða menn hafa hlaupið inn í bygginguna en að hersveitir hafi fellt þá, en ekki er vitað hvernig mennirnir komust inn um öryggishlið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×