Erlent

Mannskæð árás í Mogadishu

Uppreisnarsamtökin al-Shabab hafa lýst ódæðinu á hendur sér.
Uppreisnarsamtökin al-Shabab hafa lýst ódæðinu á hendur sér. Mynd/AP
Að minnsta kosti átta féllu og tuttugu særðust þegar sprenging varð í miðborg Mogadishu, höfuðborg Sómalíu, í morgun.

Fréttaritari BBC segir sjálfsmorðssprengjumann hafa sprengt bíl skammt frá forsetahöllinni, en uppreisnarsamtökin al-Shabab hafa lýst ódæðinu á hendur sér.

Skotmarkið var yfirmaður leyniþjónustunnar, Khalif Ahmed Ilig, yfirmaður leyniþjónustunnar, en meiðsli hans eru sögð minniháttar.

Eignatjón var mikið og eru líkamshlutar sagðir á víð og dreif um svæðið. Forsætisráðherra landsins, Abdi Farah Shirdon, hefur fordæmt árásina og sagt hana heigulsskap.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×