Fótbolti

Aron Einar skrifaði undir í Slóveníu

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Skrifað undir.
Skrifað undir. Mynd/Twitter-síða Arons Einars
Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, hefur skrifað undir nýjan samning við Cardiff í Championship-deildinni. Samkvæmt heimildum Vísis hefur Aron Einar verið í viðræðum við velska liðið undanfarið.

Aron Einar er um þessar mundir með íslenska landsliðinu í Slóveníu en landslið þjóðanna mætast ytra á föstudag. Aron Einar nýtti þó stund milli stríða í Ljubljana til þess að skrifa undir framlengingu á samningi sínum. Samningurinn átti að renna út 2014 en hann verður leikmaður velska liðsins til 2016.

Aron Einar birti meðfylgjandi mynd á Twitter-síðu sinni við mikla ánægju stuðningsmanna Cardiff. Liðið situr í toppsæti Championship-deildarinnar með sjö stiga forskot á Hull þegar fjórar umferðir eru eftir. Cardiff á einnig leik til góða og aðeins meiriháttar klúður getur komið í veg fyrir að félagið vinni sér sæti meðal þeirra bestu í fyrsta skipti.


Tengdar fréttir

Sól og blíða í Ljubljana

Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu æfði í morgun á Stožice Stadium þar sem leikur liðsins við Slóvena í undankeppni HM 2014 fer fram á föstudaginn.

Grískur hagfræðingur með flautuna

Það kemur í hlut Stavros Tritsonis að sjá til þess að allt fari vel fram í viðureign Slóvena og Íslendinga í undankeppni HM 2014 á föstudaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×