Fótbolti

Grískur hagfræðingur með flautuna

Stavros Tritsonis
Stavros Tritsonis
Það kemur í hlut Stavros Tritsonis að sjá til þess að allt fari vel fram í viðureign Slóvena og Íslendinga í undankeppni HM 2014 á föstudaginn.

Tritsonis er 35 ára hagfræðingur en þetta verður fyrsti opinberi landsleikurinn sem hann dæmir. Hann fékk alþjóðaréttindi í ársbyrjun 2010 en hefur fyrst og fremst dæmt í efstu deild gríska boltans.

Aðstoðarmenn Tritstonis verða þeir Dimitrios Saraidaris og Leonidas Vasileiadis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×