Kemur til greina að fresta öllum breytingum nema einni Höskuldur Kári Schram skrifar 5. mars 2013 18:38 Mynd/GVA Til greina kemur að fresta öllum breytingum á stjórnarskránni nema einni fram á næsta kjörtímabil. Þetta var meðal þess sem var rætt á fundi formanna stjórnmálaflokkanna á Alþingi í dag. Engin niðurstaða liggur þó fyrir en áfram verður fundað um málið á næstu dögum. Formennirnir funduðu í tæpa eina og hálfa klukkustund í Alþingishúsinu í dag. Stjórnarflokkarnir hafa lýst því yfir að þeir vilji klára að minnsta kosti þrjár breytingar á stjórnarskránni á þessu kjörtímabili ef fresta á heildar endurskoðun Það er ákvæði um auðlindir, þjóðaratkvæðagreiðslu og hið svokallaða breytingarákvæði - sem felur í sér að ekki þurfi lengur að rjúfa þing og boða til kosninga til að breyta stjórnarskrá. Samkvæmt heimildum fréttastofu ræddu formennirnir þann möguleika að breyta einungis þessu breytingarákvæði og fresta öðru fram á næsta kjörtímabil. Engin niðurstaða liggur þó fyrir en formennirnir voru bjartsýnir eftir fundinn í dag. „Þetta var mjög góður fundur og það var almennur vilji til að vinna málið áfram með einhverjum hætti 2.20.44 hvernig tóku stjórnarandstaðan þínu sáttatilboði? Ja, menn eru tilbúnir að ræða það," sagði Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna hafði þetta um málið að segja: „Núna eru bara nokkrir dagar eftir að þinginu svoleiðis að tíminn er orðinn ansi naumur til að afgreiða ný mál vegna þess að það þarf að leggja fram ný mál sem þurfa að fara í gegnum allt ferlið. en það má lengi reyna og við sjáum hvað er hægt að gera," sagði Katrín. „Við erum fyrst og fremst að tala um stöðu málsins. hvaða leiðir eru færar og fyrir okkur er það mjög mikilvægt að við sjáum einhvern endapunkt þannig að við getum lokið málinu á næsta kjörtímabili. það er það sem við erum að ræða. við erum líka að ræða þetta í samhengi almennt við hvernig við ljúkum þingstörfum hér í vor," segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir efnislegan ágreining mjög djúpan. „Auðvitað er mjög efnislegur ágreiningur, mjög djúpur, um mörg atriði en það er spurning hvort hægt er að nota þann vilja sem birtist hjá öllum flokkunum um að skella ekki hurðum til að byggja með einhverjum hætti brú yfir á næsta kjörtímabil," segir Bjarni. Þór Saari þingmaður Hreyfingarinnar ætlar að leggja fram vantraust á ríkisstjórnina ef fallið verður frá heildarendurskoðun á stjórnarskránni. Miðað við þessa stöðu bendir allt til þess að sú tillaga verði lögð fram á næstu dögum. Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Innlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Innlent Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Erlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent Fleiri fréttir Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Sjá meira
Til greina kemur að fresta öllum breytingum á stjórnarskránni nema einni fram á næsta kjörtímabil. Þetta var meðal þess sem var rætt á fundi formanna stjórnmálaflokkanna á Alþingi í dag. Engin niðurstaða liggur þó fyrir en áfram verður fundað um málið á næstu dögum. Formennirnir funduðu í tæpa eina og hálfa klukkustund í Alþingishúsinu í dag. Stjórnarflokkarnir hafa lýst því yfir að þeir vilji klára að minnsta kosti þrjár breytingar á stjórnarskránni á þessu kjörtímabili ef fresta á heildar endurskoðun Það er ákvæði um auðlindir, þjóðaratkvæðagreiðslu og hið svokallaða breytingarákvæði - sem felur í sér að ekki þurfi lengur að rjúfa þing og boða til kosninga til að breyta stjórnarskrá. Samkvæmt heimildum fréttastofu ræddu formennirnir þann möguleika að breyta einungis þessu breytingarákvæði og fresta öðru fram á næsta kjörtímabil. Engin niðurstaða liggur þó fyrir en formennirnir voru bjartsýnir eftir fundinn í dag. „Þetta var mjög góður fundur og það var almennur vilji til að vinna málið áfram með einhverjum hætti 2.20.44 hvernig tóku stjórnarandstaðan þínu sáttatilboði? Ja, menn eru tilbúnir að ræða það," sagði Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna hafði þetta um málið að segja: „Núna eru bara nokkrir dagar eftir að þinginu svoleiðis að tíminn er orðinn ansi naumur til að afgreiða ný mál vegna þess að það þarf að leggja fram ný mál sem þurfa að fara í gegnum allt ferlið. en það má lengi reyna og við sjáum hvað er hægt að gera," sagði Katrín. „Við erum fyrst og fremst að tala um stöðu málsins. hvaða leiðir eru færar og fyrir okkur er það mjög mikilvægt að við sjáum einhvern endapunkt þannig að við getum lokið málinu á næsta kjörtímabili. það er það sem við erum að ræða. við erum líka að ræða þetta í samhengi almennt við hvernig við ljúkum þingstörfum hér í vor," segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir efnislegan ágreining mjög djúpan. „Auðvitað er mjög efnislegur ágreiningur, mjög djúpur, um mörg atriði en það er spurning hvort hægt er að nota þann vilja sem birtist hjá öllum flokkunum um að skella ekki hurðum til að byggja með einhverjum hætti brú yfir á næsta kjörtímabil," segir Bjarni. Þór Saari þingmaður Hreyfingarinnar ætlar að leggja fram vantraust á ríkisstjórnina ef fallið verður frá heildarendurskoðun á stjórnarskránni. Miðað við þessa stöðu bendir allt til þess að sú tillaga verði lögð fram á næstu dögum.
Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Innlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Innlent Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Erlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent Fleiri fréttir Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Sjá meira
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir