Íslenski boltinn

Þrír erlendir leikmenn sömdu við Þór

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mynd/Heimasíða Þórs
Mark Tubæk, Joshua Wick og Giuseppe Funicello hafa allir skrifað undir eins árs samning við Þór á Akureyri.

Þetta kom fram á heimasíðu félagsins í dag. Tubæk kemur frá BÍ/Bolungarvík en hinir hafa báðir spilað með Þór áður.

Wick er markvörður sem vakti mikla athygli fyrir frammistöðu sína með Þór í 1. deildinni síðastliðið sumar. Funicelli hefur spilað með þór undanfarin tvö tímabil.

Allir leikmennirnir verða með Þór þegar liðið mætir Þrótti í Lengjubikarnum á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×