Ofgreiðsla launa leiddi til nýrra verklagsreglna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. febrúar 2013 09:50 Framkvæmdastjóri og hagsmunafulltrúi Stúdentaráðs starfsárið 2011-2012 þurftu að endurgreiða rúmlega hálfa milljón króna til ráðsins. Ástæðan var sú að þeir fór fram yfir umsamda upphæð á úttektarkortum hjá N1. Stúdentaráð birti tilkynningu þess efnis á heimasíðu sinni, Student.is, í gær. Þar segir að Stúdentaráð hafi sett sér nýjar verklagsreglur meðal annars „sökum alvarlegs máls sem átti sér stað starfsárið 2011-2012." Starfsmenn á skrifstofu Stúdentaráðs fengu til meðferðar úttektarkort frá N1 sem ætlað var til notkunar vegna starfa á vegum ráðsins. Vegna mistaka við útgáfu hafi starfsmönnum verið unnt að fara framyfir umsamda upphæð. Það gerðu þáverandi framkvæmdastjóri og hagsmunafulltrúi ráðsins vísvitandi að því er segir í tilkynningu frá Stúdentaráði. Þá segir að þegar mistökin hafi uppgötvast hafi framkvæmdastjóri skrifstofunnar gert endurskoðendum SHÍ að draga kostnaðinn af launum viðkomandi sem hafi misfarist. Það hafi þó verið á ábyrgð þáverandi framkvæmdastjóra að sjá til þess en hann hafi ekki fylgt því eftir. Við stjórnarskipti í Stúdentaráði í febrúar 2012 gerði fráfarandi framkvæmdastjóri nýjum framkvæmdastjóra grein fyrir skuld sinni og fráfarandi hagsmunafulltrúa. Ákveðið var að skuldin skildi endurgreidd áður en árið væri úti. Hagsmunafulltrúinn gekk frá greiðslunni í lok nóvember en framkvæmdastjórinn fyrrverandi þann 21. janúar síðastliðinn. Í samtali við Rúv.is segir fyrrverandi hagsmunafulltrúi Stúdentaráðs að um mistök og klúður af hálfu hans og fyrrverandi framkvæmdastjóra sé að ræða. Engin tilraun hafi verið gerð til að fela neitt og allir í Stúdentaráði, fulltrúar beggja fylkinga, hafi þekkt málavöxtu. Hagsmunafulltrúinn fyrrverandi segir Stúdentaráð hafa samið við N1 um afsláttarkort upp á 50 þúsund krónur. Síðar hafi komið í ljós að um viðskiptakort var að ræða en ekki inneignarkort. Stúdentaráð sendi frá sér tilkynningu varðandi málið í morgun þar sem það harmar fréttaflutning af málinu. Fjallað hafði verið um málið á Ruv.is og Mbl.is en athygli vekur að báðar fréttir byggðu á tilkynningu í nafni Stúdentaráðs á Student.is. Harma fréttaflutning „Stjórn Stúdentaráðs Háskóla Íslands harmar rangan fréttaflutning af fyrri yfirlýsingu ráðsins. Aldrei var um fjárdrátt að ræða. Um var að ræða afsláttarkort sem voru á nöfnum einstaklinga og fengu viðkomandi 50.000 kr. til umráða fyrir hönd ráðsins í upphafi. Eftir að í ljós kom að hægt var að nýta kortin umfram þá fjárhæð var ákveðið að allar færslur yrðu dregnar af launum. Aldrei var gerð tilraun til að fela þessi mistök heldur tók stjórn Stúdentaráðs ákvörðun um að halda málinu innan stjórnar og innheimta skuldina. Eins og fram kemur í upprunalegu bréfi Stúdentaráðs er sú skuld nú greidd að fullu. Þó að stjórn Stúdentaráðs líti ofgreiðslu launa mjög alvarlegum augum, þá harmar stjórnin þá umfjöllun sem orðið hefur um málið og óvandaðan fréttaflutning af því. Einnig harmar stjórnin að ekki hafi verið haft samband við stjórnina við vinnslu fréttanna. Mikilvægt er að einnig komi fram að vegna tengsla formanns SHÍ, sagði hún sig frá málinu og hefur varaformaður því sinnt málinu í fjarveru hennar," segir í tilkynningunni sem send var fjölmiðlum í nótt." Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Vara við mögulegri glerhálku í kvöld Innlent Fleiri fréttir „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Sjá meira
Framkvæmdastjóri og hagsmunafulltrúi Stúdentaráðs starfsárið 2011-2012 þurftu að endurgreiða rúmlega hálfa milljón króna til ráðsins. Ástæðan var sú að þeir fór fram yfir umsamda upphæð á úttektarkortum hjá N1. Stúdentaráð birti tilkynningu þess efnis á heimasíðu sinni, Student.is, í gær. Þar segir að Stúdentaráð hafi sett sér nýjar verklagsreglur meðal annars „sökum alvarlegs máls sem átti sér stað starfsárið 2011-2012." Starfsmenn á skrifstofu Stúdentaráðs fengu til meðferðar úttektarkort frá N1 sem ætlað var til notkunar vegna starfa á vegum ráðsins. Vegna mistaka við útgáfu hafi starfsmönnum verið unnt að fara framyfir umsamda upphæð. Það gerðu þáverandi framkvæmdastjóri og hagsmunafulltrúi ráðsins vísvitandi að því er segir í tilkynningu frá Stúdentaráði. Þá segir að þegar mistökin hafi uppgötvast hafi framkvæmdastjóri skrifstofunnar gert endurskoðendum SHÍ að draga kostnaðinn af launum viðkomandi sem hafi misfarist. Það hafi þó verið á ábyrgð þáverandi framkvæmdastjóra að sjá til þess en hann hafi ekki fylgt því eftir. Við stjórnarskipti í Stúdentaráði í febrúar 2012 gerði fráfarandi framkvæmdastjóri nýjum framkvæmdastjóra grein fyrir skuld sinni og fráfarandi hagsmunafulltrúa. Ákveðið var að skuldin skildi endurgreidd áður en árið væri úti. Hagsmunafulltrúinn gekk frá greiðslunni í lok nóvember en framkvæmdastjórinn fyrrverandi þann 21. janúar síðastliðinn. Í samtali við Rúv.is segir fyrrverandi hagsmunafulltrúi Stúdentaráðs að um mistök og klúður af hálfu hans og fyrrverandi framkvæmdastjóra sé að ræða. Engin tilraun hafi verið gerð til að fela neitt og allir í Stúdentaráði, fulltrúar beggja fylkinga, hafi þekkt málavöxtu. Hagsmunafulltrúinn fyrrverandi segir Stúdentaráð hafa samið við N1 um afsláttarkort upp á 50 þúsund krónur. Síðar hafi komið í ljós að um viðskiptakort var að ræða en ekki inneignarkort. Stúdentaráð sendi frá sér tilkynningu varðandi málið í morgun þar sem það harmar fréttaflutning af málinu. Fjallað hafði verið um málið á Ruv.is og Mbl.is en athygli vekur að báðar fréttir byggðu á tilkynningu í nafni Stúdentaráðs á Student.is. Harma fréttaflutning „Stjórn Stúdentaráðs Háskóla Íslands harmar rangan fréttaflutning af fyrri yfirlýsingu ráðsins. Aldrei var um fjárdrátt að ræða. Um var að ræða afsláttarkort sem voru á nöfnum einstaklinga og fengu viðkomandi 50.000 kr. til umráða fyrir hönd ráðsins í upphafi. Eftir að í ljós kom að hægt var að nýta kortin umfram þá fjárhæð var ákveðið að allar færslur yrðu dregnar af launum. Aldrei var gerð tilraun til að fela þessi mistök heldur tók stjórn Stúdentaráðs ákvörðun um að halda málinu innan stjórnar og innheimta skuldina. Eins og fram kemur í upprunalegu bréfi Stúdentaráðs er sú skuld nú greidd að fullu. Þó að stjórn Stúdentaráðs líti ofgreiðslu launa mjög alvarlegum augum, þá harmar stjórnin þá umfjöllun sem orðið hefur um málið og óvandaðan fréttaflutning af því. Einnig harmar stjórnin að ekki hafi verið haft samband við stjórnina við vinnslu fréttanna. Mikilvægt er að einnig komi fram að vegna tengsla formanns SHÍ, sagði hún sig frá málinu og hefur varaformaður því sinnt málinu í fjarveru hennar," segir í tilkynningunni sem send var fjölmiðlum í nótt."
Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Vara við mögulegri glerhálku í kvöld Innlent Fleiri fréttir „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Sjá meira