Björgólfur Thor: Þjóðin datt í rifrildi og gleymdi staðreyndunum 28. janúar 2013 19:14 Björgólfur Thor „Svona er þetta búið að vera, Landsbankamenn hafa farið með veggjum, meðal annars gjaldkerar bankans," sagði Björgólfur Thor Björgólfsson, fyrrverandi aðaleigandi Landsbankans, en félagarnir í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni ræddu við hann í dag eftir að hann birti harðorðan pistil á vef sínum. Samtalið hófst á því að Reykjavík síðdegis óskaði Björgólfi til hamingju með daginn, „takk og sömuleiðis," svaraði Björgólfur kampakátur. Björgólfur sagði meðal annars að umræðan um Icesave hefði verið stóryrt, og að stjórnmálamenn hefðu breytt Icesave-málinu í einhverskonar Grýlu til þess að hræða Íslendinga til fylgis við sig. Björgólfur stendur sjálfur við sín orð sem hann skrifaði á bloggsíðu sína, og bætir við að sigurinn í dag sé fyrst og fremst lögfræðilegur. „En málstaðurinn er góður. Það er óeðlilegt að það sé ríkisábyrgð á svona löguðu," bætti Björgólfur svo við. Björgólfur er hneykslaður á umræðunni sem heltók umræðuna hér á landi. „Menn ræddu landráð og annað eins bull sem hleypti fjölskylduboðum í uppnám," sagði Björgólfur. „En Grýla er dauð. Þetta er loksins búið," bætti hann við. Björgólfur tók fram að þrotabú Landsbankans heldur áfram að greiða forgangskröfur og mun greiða Icesave reikninga. Hann benti einnig á að ríkið hefði tekið bankann yfir og þá greitt 120 milljarða. „Núna eru 200 milljarðar inni í þrotabúinu," sagði Björgólfur. „Þetta Icesave mál er búin að vera algjör langavitleysa og hefur hangið yfir höfði fólks sem má anda léttar nú," sagði Björgólfur svo og lauk máli sínu á þessum orðum: „Fólk má ekki detta í rifrildi og gleyma öllum staðreyndum, sem var það sem gerðist fyrir heila þjóð í þessu máli." Viðtalið má hlusta á í heild sinni hér fyrir ofan. Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Fleiri fréttir Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Sjá meira
„Svona er þetta búið að vera, Landsbankamenn hafa farið með veggjum, meðal annars gjaldkerar bankans," sagði Björgólfur Thor Björgólfsson, fyrrverandi aðaleigandi Landsbankans, en félagarnir í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni ræddu við hann í dag eftir að hann birti harðorðan pistil á vef sínum. Samtalið hófst á því að Reykjavík síðdegis óskaði Björgólfi til hamingju með daginn, „takk og sömuleiðis," svaraði Björgólfur kampakátur. Björgólfur sagði meðal annars að umræðan um Icesave hefði verið stóryrt, og að stjórnmálamenn hefðu breytt Icesave-málinu í einhverskonar Grýlu til þess að hræða Íslendinga til fylgis við sig. Björgólfur stendur sjálfur við sín orð sem hann skrifaði á bloggsíðu sína, og bætir við að sigurinn í dag sé fyrst og fremst lögfræðilegur. „En málstaðurinn er góður. Það er óeðlilegt að það sé ríkisábyrgð á svona löguðu," bætti Björgólfur svo við. Björgólfur er hneykslaður á umræðunni sem heltók umræðuna hér á landi. „Menn ræddu landráð og annað eins bull sem hleypti fjölskylduboðum í uppnám," sagði Björgólfur. „En Grýla er dauð. Þetta er loksins búið," bætti hann við. Björgólfur tók fram að þrotabú Landsbankans heldur áfram að greiða forgangskröfur og mun greiða Icesave reikninga. Hann benti einnig á að ríkið hefði tekið bankann yfir og þá greitt 120 milljarða. „Núna eru 200 milljarðar inni í þrotabúinu," sagði Björgólfur. „Þetta Icesave mál er búin að vera algjör langavitleysa og hefur hangið yfir höfði fólks sem má anda léttar nú," sagði Björgólfur svo og lauk máli sínu á þessum orðum: „Fólk má ekki detta í rifrildi og gleyma öllum staðreyndum, sem var það sem gerðist fyrir heila þjóð í þessu máli." Viðtalið má hlusta á í heild sinni hér fyrir ofan.
Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Fleiri fréttir Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Sjá meira