Björgólfur Thor: Þjóðin datt í rifrildi og gleymdi staðreyndunum 28. janúar 2013 19:14 Björgólfur Thor „Svona er þetta búið að vera, Landsbankamenn hafa farið með veggjum, meðal annars gjaldkerar bankans," sagði Björgólfur Thor Björgólfsson, fyrrverandi aðaleigandi Landsbankans, en félagarnir í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni ræddu við hann í dag eftir að hann birti harðorðan pistil á vef sínum. Samtalið hófst á því að Reykjavík síðdegis óskaði Björgólfi til hamingju með daginn, „takk og sömuleiðis," svaraði Björgólfur kampakátur. Björgólfur sagði meðal annars að umræðan um Icesave hefði verið stóryrt, og að stjórnmálamenn hefðu breytt Icesave-málinu í einhverskonar Grýlu til þess að hræða Íslendinga til fylgis við sig. Björgólfur stendur sjálfur við sín orð sem hann skrifaði á bloggsíðu sína, og bætir við að sigurinn í dag sé fyrst og fremst lögfræðilegur. „En málstaðurinn er góður. Það er óeðlilegt að það sé ríkisábyrgð á svona löguðu," bætti Björgólfur svo við. Björgólfur er hneykslaður á umræðunni sem heltók umræðuna hér á landi. „Menn ræddu landráð og annað eins bull sem hleypti fjölskylduboðum í uppnám," sagði Björgólfur. „En Grýla er dauð. Þetta er loksins búið," bætti hann við. Björgólfur tók fram að þrotabú Landsbankans heldur áfram að greiða forgangskröfur og mun greiða Icesave reikninga. Hann benti einnig á að ríkið hefði tekið bankann yfir og þá greitt 120 milljarða. „Núna eru 200 milljarðar inni í þrotabúinu," sagði Björgólfur. „Þetta Icesave mál er búin að vera algjör langavitleysa og hefur hangið yfir höfði fólks sem má anda léttar nú," sagði Björgólfur svo og lauk máli sínu á þessum orðum: „Fólk má ekki detta í rifrildi og gleyma öllum staðreyndum, sem var það sem gerðist fyrir heila þjóð í þessu máli." Viðtalið má hlusta á í heild sinni hér fyrir ofan. Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fleiri fréttir Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Sjá meira
„Svona er þetta búið að vera, Landsbankamenn hafa farið með veggjum, meðal annars gjaldkerar bankans," sagði Björgólfur Thor Björgólfsson, fyrrverandi aðaleigandi Landsbankans, en félagarnir í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni ræddu við hann í dag eftir að hann birti harðorðan pistil á vef sínum. Samtalið hófst á því að Reykjavík síðdegis óskaði Björgólfi til hamingju með daginn, „takk og sömuleiðis," svaraði Björgólfur kampakátur. Björgólfur sagði meðal annars að umræðan um Icesave hefði verið stóryrt, og að stjórnmálamenn hefðu breytt Icesave-málinu í einhverskonar Grýlu til þess að hræða Íslendinga til fylgis við sig. Björgólfur stendur sjálfur við sín orð sem hann skrifaði á bloggsíðu sína, og bætir við að sigurinn í dag sé fyrst og fremst lögfræðilegur. „En málstaðurinn er góður. Það er óeðlilegt að það sé ríkisábyrgð á svona löguðu," bætti Björgólfur svo við. Björgólfur er hneykslaður á umræðunni sem heltók umræðuna hér á landi. „Menn ræddu landráð og annað eins bull sem hleypti fjölskylduboðum í uppnám," sagði Björgólfur. „En Grýla er dauð. Þetta er loksins búið," bætti hann við. Björgólfur tók fram að þrotabú Landsbankans heldur áfram að greiða forgangskröfur og mun greiða Icesave reikninga. Hann benti einnig á að ríkið hefði tekið bankann yfir og þá greitt 120 milljarða. „Núna eru 200 milljarðar inni í þrotabúinu," sagði Björgólfur. „Þetta Icesave mál er búin að vera algjör langavitleysa og hefur hangið yfir höfði fólks sem má anda léttar nú," sagði Björgólfur svo og lauk máli sínu á þessum orðum: „Fólk má ekki detta í rifrildi og gleyma öllum staðreyndum, sem var það sem gerðist fyrir heila þjóð í þessu máli." Viðtalið má hlusta á í heild sinni hér fyrir ofan.
Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fleiri fréttir Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Sjá meira