Enski boltinn

Wisdom gerði langtímasamning við Liverpool

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Hinn nítján ára Andre Wisdom hefur skrifað undir langtímasamning við Liverpool en það var tilkynnt í dag.

Wisdom lék sinn fyrsta leik með Liverpool gegn Young Boys í Evrópudeild UEFA í haust og skoraði í frumraun sinni.

Hann sagðist í viðtali á heimasíðu Liverpool hafa ekki verið í vafa um að skrifa undir nýjan samning þegar það bauðst.

Wisdom kom til Anfield árið 2008 en þá hafði hann verið í fjögur ár í unglingaakademíu Bradford.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×