Íbúar í Diabaly tóku vel á móti Frökkum Guðsteinn Bjarnason skrifar 22. janúar 2013 07:00 Íbúar bæjarins tóku hermönnunum fagnandi þegar íslamistar höfðu verið hraktir á flótta. fréttablaðið/aP fréttablaðið/AP Franskir og malískir hermenn náðu á sitt vald bænum Diabaly, viku eftir að íslamistar hertóku bæinn. Íslamistarnir gáfust upp eftir að franski herinn hafði haldið uppi linnulausum loftárásum dögum saman. „Við erum sannarlega þakklát Frökkum sem skárust í leikinn á síðustu stundu," segir Gaoussou Kone, 34 ára íbúi í Diabaly. „Án Frakkanna væri ekki aðeins Diabaly fallinn, heldur væri brátt ekkert Malí til lengur. Þetta lið vildi fara alla leið til Bamako." Bamako er höfuðborg landsins. Hún er í suðausturhlutanum en herskáir íslamistar náðu á síðasta ári norðurhluta landsins á sitt vald. Þeir tóku að sækja lengra suður á bóginn nú eftir áramótin og náðu fyrst á sitt vald bænum Konna og síðan Diabaly. Þeir hafa nú verið hraktir á brott frá báðum þessum bæjum. Franski herinn hóf loftárásir á íslamista þann 11. janúar. Stjórnarherinn í Malí er ekki búinn til þess að takast á við hersveitir uppreisnarmannanna. Jean-Yves Le Drian, varnarmálaráðherra Frakka, segir að loftárásirnar hafi valdið umtalsverðu mannfalli í röðum uppreisnarliðsins, en vildi þó ekki segja hve margir hafi látist. Frakkar hafi einungis tekið þátt í minni háttar átökum á jörðu niðri. Frakkar fara nú fram á það að hersveitir frá Afríkuríkjum taki að mestu að sér hernaðinn gegn íslamistunum í Malí, en reiknar með að nokkrar vikur muni líða þangað til lið Afríkuríkja verði tilbúið til átaka. Á meðan muni franski herinn sinna þessi verki. Íbúar hins strjálbýla norðurhluta Malí eru að mestu túaregar, sem margir hverjir vilja stofna sjálfstætt ríki eða í það minnsta fá einhverja sjálfstjórn, því stjórnvöld í suðurhluta landsins láti sig örlög þeirra hvort eð er litlu varða. Íslamistarnir, sem hófu uppreisn í norðurhluta landsins á síðasta ári, voru margir málaliðar hjá Múammar Gaddafi, leiðtoga nágrannaríkisins Líbíu, sem steypt var af stóli og síðan drepinn árið 2011. Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Innlent Fleiri fréttir Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Sjá meira
Franskir og malískir hermenn náðu á sitt vald bænum Diabaly, viku eftir að íslamistar hertóku bæinn. Íslamistarnir gáfust upp eftir að franski herinn hafði haldið uppi linnulausum loftárásum dögum saman. „Við erum sannarlega þakklát Frökkum sem skárust í leikinn á síðustu stundu," segir Gaoussou Kone, 34 ára íbúi í Diabaly. „Án Frakkanna væri ekki aðeins Diabaly fallinn, heldur væri brátt ekkert Malí til lengur. Þetta lið vildi fara alla leið til Bamako." Bamako er höfuðborg landsins. Hún er í suðausturhlutanum en herskáir íslamistar náðu á síðasta ári norðurhluta landsins á sitt vald. Þeir tóku að sækja lengra suður á bóginn nú eftir áramótin og náðu fyrst á sitt vald bænum Konna og síðan Diabaly. Þeir hafa nú verið hraktir á brott frá báðum þessum bæjum. Franski herinn hóf loftárásir á íslamista þann 11. janúar. Stjórnarherinn í Malí er ekki búinn til þess að takast á við hersveitir uppreisnarmannanna. Jean-Yves Le Drian, varnarmálaráðherra Frakka, segir að loftárásirnar hafi valdið umtalsverðu mannfalli í röðum uppreisnarliðsins, en vildi þó ekki segja hve margir hafi látist. Frakkar hafi einungis tekið þátt í minni háttar átökum á jörðu niðri. Frakkar fara nú fram á það að hersveitir frá Afríkuríkjum taki að mestu að sér hernaðinn gegn íslamistunum í Malí, en reiknar með að nokkrar vikur muni líða þangað til lið Afríkuríkja verði tilbúið til átaka. Á meðan muni franski herinn sinna þessi verki. Íbúar hins strjálbýla norðurhluta Malí eru að mestu túaregar, sem margir hverjir vilja stofna sjálfstætt ríki eða í það minnsta fá einhverja sjálfstjórn, því stjórnvöld í suðurhluta landsins láti sig örlög þeirra hvort eð er litlu varða. Íslamistarnir, sem hófu uppreisn í norðurhluta landsins á síðasta ári, voru margir málaliðar hjá Múammar Gaddafi, leiðtoga nágrannaríkisins Líbíu, sem steypt var af stóli og síðan drepinn árið 2011.
Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Innlent Fleiri fréttir Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Sjá meira