Innlent

Þakkarskjöldur afhjúpaður á Hornafirði

Frá vinstri eru: Ómar Bragi Stefánsson, framkvæmdastjóri Unglingalandsmóta UMFÍ,  Gunnar Ingi Valgeirsson, unglingalandsmótsnefnd, Valdemar Einarsson, unglingalandsmótsnefnd, Matthildur Ásmundardóttir, formaður unglingalandsmótsnefndar, Ásgrímur Ingólfsson, unglingalandsmótsnefnd, og Ástrós Sygnýjardóttir verkefnastjóri. Standandi fyrir aftan eru Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ, og Hjalti Þór Vignisson bæjarstjóri Sveitarfélagsins Hornafjarðar.
Frá vinstri eru: Ómar Bragi Stefánsson, framkvæmdastjóri Unglingalandsmóta UMFÍ, Gunnar Ingi Valgeirsson, unglingalandsmótsnefnd, Valdemar Einarsson, unglingalandsmótsnefnd, Matthildur Ásmundardóttir, formaður unglingalandsmótsnefndar, Ásgrímur Ingólfsson, unglingalandsmótsnefnd, og Ástrós Sygnýjardóttir verkefnastjóri. Standandi fyrir aftan eru Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ, og Hjalti Þór Vignisson bæjarstjóri Sveitarfélagsins Hornafjarðar. Mynd/Jón Kristján
Á Unglingalandsmótinu á Höfn í Hornafirði í dag var afhjúpaður þakkarskjöldur sem staðsettur er við Sindravöll, íþróttasvæði bæjarins. Það voru Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ, og Hjalti Þór Vignisson bæjarstjóri Sveitarfélagsins Hornafjarðar, sem afhjúpuðu þakkarskjöldinn í sameiningu.

Helga Guðrún Guðjónsdóttir sagði af þessu tilefni það heiður fyrir hönd hreyfingarinnar að fá að afhenda þennan skjöld til merkis um góða framkvæmd að mótinu sem heppnaðist í alla staði frábærlega vel.

Fyrir var þakkarskjöldur frá árinu 2007 þegar Unglingalandsmót var haldið í fyrsta sinn á Hornafirði.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×