Fótbolti

Ný refsing í krakkafótboltanum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/Nordic Photos/Getty
Hollendingar munu nú fara nýjar leiðir í útfærslu refsinga í fótboltaleikjum yngstu iðkenda sinna. Hollenska sambandið kynnti í dag nýja tíu mínútna reglu sem á að vera í gildi frá og með næsta tímabili.

Hér eftir þarf leikmaður sem fær gult spjald að eyða næstu tíu mínútum í skammakróknum og má ekki koma til baka inn á völlinn fyrr en að bæði tíu mínútur eru liðnar sem og að hann hafi sýnt að hann ætli að bæta framkomu sína.

Hollenska sambandið hefur leitað nýrra leiða til að fá meiri aga í yngri flokka fótboltann eftir að þrír ungir leikmenn réðust á línuvörð í desember 2012 sem endaði með að umræddur aðstoðardómari lést af sárum sínum.

„Eftir þessa skelfilegu atburði 2. desember síðastliðinn þá varð það öllum ljóst, bæði hér og erlendis, að við yrðum að gera eitthvað í okkar málum. Við urðum að taka upp strangari refsingar því ofbeldi á ekki heima á fótboltavellinum," sagði Anton Binnenmars yfirmaður yngri flokkastarfsins hjá Knattspyrnusambandi Hollands.


Tengdar fréttir

Aðstoðardómari lést eftir árás leikmanna í Hollandi

Karlmaður sem gegndi stöðu aðstoðardómara í leik hjá í yngri flokkum í hollensku knattspyrnunni lést í dag eftir að nokkrir leikmenn réðust á hann í leik um helgina. AP fréttastofan greinir frá þessu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×