Enski boltinn

Solskjær: Giggs vill taka við af Ferguson

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Ole Gunnar Solskjær, fyrrum samherji Ryan Giggs hjá Manchester United, segir að sá síðarnefndi hafi augastað á stjórastól félagsins.

Solskjær er í dag stjóri Molde í Noregi og hefur sjálfur verið orðaður við Manchester United, þar sem hann þjálfaði varaliðið áður. „Giggsy er með annað augað á þessu starfi. Hann hefur allt sem þarf til," sagði Solskjær við enska fjölmiðla.

„Hann mun spila í eitt ár í viðbót en ég tel að hann sé að fylgjast mjög vel með því sem stjórinn er að gera."

Núverandi stjóri United, Alex Ferguson, er 71 árs gamall og er óvíst hvenær hann muni láta af störfum. Solskjær hefur áður boðist að taka við bæði Blackburn og Aston Villa en hann ákvað að halda kyrru fyrir í Noregi.

„Ég hef áður sagt að það sé draumastarf mitt að stýra Manchester United. En þetta er erfiðasta starf í heimi," sagði Solskjær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×