Handviss um að strákarnir komi okkur á HM Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 18. nóvember 2013 06:00 Hér er verið að hlúa að Kolbeini Sigþórssyni á föstudaginn en fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson fylgist með. Kolbeinn var borinn af velli skömmu síðar og verður ekki með Íslandi gegn Króatíu annað kvöld. fréttablaðið/Daníel Íslenskir knattspyrnuáhugamenn tóku andköf þegar Kolbeinn Sigþórsson féll í grasið á Laugardalsvellinum á föstudagskvöldið, þegar Ísland gerði markalaust jafntefli við Króatíu í fyrri umspilsleik liðanna um sæti á HM 2014 í Brasilíu. Kolbeinn var borinn af velli undir lok fyrri hálfleiks og í gærmorgun fékkst það endanlega staðfest að hann verður ekki með Íslandi í síðari rimmunni gegn Króatíu ytra annað kvöld. Það er vitanlega mikið áfall fyrir íslenska liðið að vera án Kolbeins í Króatíu en bót í máli að meiðslin eru ekki alvarleg. „Það er ekki enn komið á hreint hvort liðböndin eru sködduð en líklegast er að þetta sé slæm tognun,“ sagði Kolbeinn við Fréttablaðið í gær. Hann fór í röntgenmyndatöku strax eftir leik og þá kom í ljós að hann var óbrotinn.Vonaðist eftir undrameðferð „Ég reyndi eins og ég gat með sjúkrateyminu að ná mér góðum með einhverri undrameðferð en það er svo mikil bólga í ökklanum að hún þarf einfaldlega meiri tíma,“ bætir Kolbeinn við. Hann segist hafa fundið strax að um slæma tognun væri að ræða og um leið óttast að seinni leikurinn gegn Króatíu væri í hættu hjá sér. Kolbeinn hefur áður þurft að glíma við erfið meiðsli þrátt fyrir ungan aldur og neitar því ekki að það sé ansi lýjandi. „Auðvitað verður maður þreyttur á því enda hef ég misst af mörgum mikilvægum leikjum. En þetta var einmitt sá leikur sem ég vildi alls ekki missa af. Ég var eins og allir búinn að bíða lengi eftir svona tækifæri,“ segir Kolbeinn en Ísland getur á morgun tryggt sér sæti í úrslitakeppni HM 2014 í Brasilíu og um leið orðið fámennasta þjóð sögunnar sem kemst svo langt.Handviss um að við förum á HM Kolbeinn segir að allir í landsliðinu – leikmenn, þjálfarar og starfsmenn – hafi trú á því að það takist. „Allir eru samstiga í þessu verkefni og allir trúa á það. Strákarnir fara í leikinn með þá trú að þeir klári verkefnið og ég er handviss að þeim takist að koma okkur á HM.“ Kolbeinn segir að strákarnir viti nákvæmlega hvað þarf til að ná hagstæðum úrslitum í Króatíu. „Króatarnir sköpuðu sér ekki mikið á föstudaginn og við vitum nú hvað þeir vilja að við gerum ekki. Þeim finnst líka afar óþægileg tilhugsun að ef við náum að skora eitt þurfa þeir að skora tvö til að komast áfram. Meðbyrinn er okkar megin en öll pressa á þeim,“ segir Kolbeinn.Við getum alltaf skorað Niko Kovac, landsliðsþjálfari Króatíu, hafði orð á því bæði fyrir og eftir leikinn á föstudaginn að Ísland spilaði einfalda en beinskeytta knattspyrnu. Kolbeinn gaf lítið fyrir þau ummæli. „Ég veit ekki hvað hann átti við en ég tel að við spilum mjög skemmtilegan fótbolta – sterkan varnarleik og góðan sóknarleik. Við erum alltaf hættulegir og ég veit ekki hvort það telst sem einföld knattspyrna. Við erum með lið sem getur alltaf skorað og í síðustu leikjum höfum við sýnt að við getum líka varist vel. Hann er kannski að taka þátt í einhverjum sálfræðihernaði en ég tel að flestir þjálfarar beri virðingu fyrir leik íslenska landsliðsins.“ HM 2014 í Brasilíu Mest lesið „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Sú besta í heimi er ólétt Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Körfubolti „Hann er örugglega góður pabbi“ Handbolti Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sport Fleiri fréttir Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Í beinni: Crystal Palace - Chelsea | Mæta með allt í upplausn í Lundúnaslag Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Alfons fer aftur til Hollands Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sandra fiskaði víti og fagnaði sigri í Íslendingaslag Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Sjá meira
Íslenskir knattspyrnuáhugamenn tóku andköf þegar Kolbeinn Sigþórsson féll í grasið á Laugardalsvellinum á föstudagskvöldið, þegar Ísland gerði markalaust jafntefli við Króatíu í fyrri umspilsleik liðanna um sæti á HM 2014 í Brasilíu. Kolbeinn var borinn af velli undir lok fyrri hálfleiks og í gærmorgun fékkst það endanlega staðfest að hann verður ekki með Íslandi í síðari rimmunni gegn Króatíu ytra annað kvöld. Það er vitanlega mikið áfall fyrir íslenska liðið að vera án Kolbeins í Króatíu en bót í máli að meiðslin eru ekki alvarleg. „Það er ekki enn komið á hreint hvort liðböndin eru sködduð en líklegast er að þetta sé slæm tognun,“ sagði Kolbeinn við Fréttablaðið í gær. Hann fór í röntgenmyndatöku strax eftir leik og þá kom í ljós að hann var óbrotinn.Vonaðist eftir undrameðferð „Ég reyndi eins og ég gat með sjúkrateyminu að ná mér góðum með einhverri undrameðferð en það er svo mikil bólga í ökklanum að hún þarf einfaldlega meiri tíma,“ bætir Kolbeinn við. Hann segist hafa fundið strax að um slæma tognun væri að ræða og um leið óttast að seinni leikurinn gegn Króatíu væri í hættu hjá sér. Kolbeinn hefur áður þurft að glíma við erfið meiðsli þrátt fyrir ungan aldur og neitar því ekki að það sé ansi lýjandi. „Auðvitað verður maður þreyttur á því enda hef ég misst af mörgum mikilvægum leikjum. En þetta var einmitt sá leikur sem ég vildi alls ekki missa af. Ég var eins og allir búinn að bíða lengi eftir svona tækifæri,“ segir Kolbeinn en Ísland getur á morgun tryggt sér sæti í úrslitakeppni HM 2014 í Brasilíu og um leið orðið fámennasta þjóð sögunnar sem kemst svo langt.Handviss um að við förum á HM Kolbeinn segir að allir í landsliðinu – leikmenn, þjálfarar og starfsmenn – hafi trú á því að það takist. „Allir eru samstiga í þessu verkefni og allir trúa á það. Strákarnir fara í leikinn með þá trú að þeir klári verkefnið og ég er handviss að þeim takist að koma okkur á HM.“ Kolbeinn segir að strákarnir viti nákvæmlega hvað þarf til að ná hagstæðum úrslitum í Króatíu. „Króatarnir sköpuðu sér ekki mikið á föstudaginn og við vitum nú hvað þeir vilja að við gerum ekki. Þeim finnst líka afar óþægileg tilhugsun að ef við náum að skora eitt þurfa þeir að skora tvö til að komast áfram. Meðbyrinn er okkar megin en öll pressa á þeim,“ segir Kolbeinn.Við getum alltaf skorað Niko Kovac, landsliðsþjálfari Króatíu, hafði orð á því bæði fyrir og eftir leikinn á föstudaginn að Ísland spilaði einfalda en beinskeytta knattspyrnu. Kolbeinn gaf lítið fyrir þau ummæli. „Ég veit ekki hvað hann átti við en ég tel að við spilum mjög skemmtilegan fótbolta – sterkan varnarleik og góðan sóknarleik. Við erum alltaf hættulegir og ég veit ekki hvort það telst sem einföld knattspyrna. Við erum með lið sem getur alltaf skorað og í síðustu leikjum höfum við sýnt að við getum líka varist vel. Hann er kannski að taka þátt í einhverjum sálfræðihernaði en ég tel að flestir þjálfarar beri virðingu fyrir leik íslenska landsliðsins.“
HM 2014 í Brasilíu Mest lesið „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Sú besta í heimi er ólétt Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Körfubolti „Hann er örugglega góður pabbi“ Handbolti Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sport Fleiri fréttir Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Í beinni: Crystal Palace - Chelsea | Mæta með allt í upplausn í Lundúnaslag Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Alfons fer aftur til Hollands Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sandra fiskaði víti og fagnaði sigri í Íslendingaslag Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Sjá meira