Enski boltinn

Anelka hristir af sér ásakanir um gyðingahatur

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Nicolas Anelka þvertekur fyrir að með fagnaðarlátum sínum í 3-3 jafntefli West Brom gegn West Ham í gær tengist rasisma á einn eða annan hátt. Enskir fjölmiðlar fjalla um málið.

Anelka skoraði tvö mörk fyrir West Brom á Boylen Ground í gær og fagnaði með handbendingum sem grínistinn Dieudonne M'Bala M'Bala hefur gert í heimalandinu, Frakklandi.

Evrópuráð Gyðinga hefur lýst vanþóknun sinni á fagnaðarlátum Anelka og krefst þess að leikmanninum verði refsað á sama hátt og þeim sem fagna að hætti kveðju nasista.

„Ég hef ekki grænan grun hvernig trú tengist þessu máli,“ skrifaði Anelka á Twitter. Hann segir fagnaðarlætiin aðeins hafa verið létt grín til heiðurs vini sínum Dieudonne. Franski framherjinn biður fólk um að láta umfjöllun í fjölmiðlum ekki hafa áhrif á það.

„Ég er hvorki á móti gyðingum né rasisti.“

Dr. Moshe Kantor, forseti Evrópuráðs gyðinga, telur að refsa þurfi Anelka.

„Það er sjúkt að frægir fótboltamenn fagni með kveðju sem felur í sér hatur og móðgun frammi fyrir þúsundum áhorfenda.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×