Innlent

23 banaslys á nýliðnu ári

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Flestir létust í umferðarslysum á nýliðnu ári
Flestir létust í umferðarslysum á nýliðnu ári
Á nýliðnu ári létust 23 eintaklingar af slysförum, eða þremur fleiri en árið á undan. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Slysavarnarfélaginu Landsbjörg sem heldur utan um banaslysatölur á Íslandi. Flestir létust í umferðarslysum, eða 10 manns. Heima- og frítímaslysum fjölgar töluvert, eru nú sex talsins en voru tvö árið 2010.





Flest banaslysin voru í mars og desember. Fimm einstaklingar létust í hvorum mánuði. Í heild sinni má segja að einstaklingum sem látist hafa af slysförum hafi fækkað jafnt og þétt síðasta áratuginn en árið 2003 létust 36 einstaklingar og árið 2006 voru þeir 50 svo dæmi séu tekin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×