Innlent

Verkefnafjöldi lögreglunnar á Akureyri helmingi minni en á sama tíma í fyrra

Kjartan Hreinn Njálsson skrifar
Fjölskylduhátíðin Ein með öllu fór vel af stað í gær eins og sjá má. Mynd/Benedikt
Fjölskylduhátíðin Ein með öllu fór vel af stað í gær eins og sjá má. Mynd/Benedikt
Nóttin var að mestu nokkuð róleg á Akureyri þar sem fjölskylduhátíðin Ein með öllu fer fram. Samkvæmt upplýsingum lögreglu gekk nóttin afar vel.

Fimm gistu fangageymslu en þar var um að ræða einstaklinga sem annað hvort voru látnir sofa úr sér vegna ölvunar eða óskuðu þess að fá gistingu í húsakynnum lögreglu. Einn ökumaður var stöðvaður undir áhrifum áfengis og þá var eitthvað um minniháttar pústra í bænum. Engin fíkniefnamál komu upp.

Að sögn lögreglunnar á Akureyri var verkefnafjöldinn á sama tímabili síðastliðna Verslunarmannahelgi helmingi hærri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×