Innlent

Ferð um Kjalarnes hættuleg húsbílum

Vindasamt er á Kjalarnesi núna.
Vindasamt er á Kjalarnesi núna. Mynd/Einar Ólason
„Það er mjög hvasst á Kjalarnesi og hafa vindhviður þar farið upp í allt að 35 m/s og þ.a.l. er ekki óhætt að fara þar um á húsbílum eða bílum með eftirvagna eins og fellihýsi eða hjólhýsi,“ segir í tilkynningu frá Samgöngustofu.

Samgöngustofa hvetur ökumenn til að fylgjast vel með veðri. Upplýsingar má nálgast í síma 1777 hjá Vegagerðinni og með því að fara inn á heimasíðu Vegagerðarinnar. Þar má sjá upplýsingar um vindhviður í rauntíma inn á Vegsjá Vegagerðarinnar.

„Það er þoka á Holtavörðuheiði og á Þverárfjallsvegi og vill Samgöngustofa brýna það fyrir ökumönnum að nota þokuljós, bæði aftan og framan, á meðan á þokunni stendur,“ segir jafnframt í fyrrnefndri tilkynningu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×