Innlent

,,Best að vera á Íslandi"

Hödd Vilhjálmsdóttir skrifar
Það er miklu skemmtilegra á Íslandi en í Belgíu. Þetta segir ung íslensk stúlka , búsett í Belgíu, en hún hefur verið á íslenskunámskeiði hér á landi í sumar.

Fyritækið The Tin Can Factory hefur í sumar staðið fyrir íslenskunámskeiðum fyrir íslensk börn sem búsett eru erlendis. Ásamt því að læra íslensku gera krakkarnir ýmislegt sér til skemmtunar og voru brosmild andlitin sem tóku þátt í hressandi leikjum.

Hin 9 ára Unnur Maren Þiðriksdóttir er búin að skemmta sér mjög vel og læra heilmargt á námskeiðinu. "Við erum búin að elda pizzur og piparkökur og við lærum margt, segir hún".

Maeva 6 ára tekur í sama streng, "Mér finnst búið að vera skemmtilegast að leika, syngja og búa til piparkökur og búa til pizzu og allt saman"

Þó svo að það sé gaman að búa í útlöndum er samt eitthvað svo gott að vera á Íslandi segir Unnur, "Það er skemmtilegra á Íslandi því allir vinir mínir eru hérna og fjölskyldan mín, segir hún að lokum:"




Fleiri fréttir

Sjá meira


×