Sport

Nadal batt enda á sigurgöngu Djokovic

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Rafael Nadal komst í úrslit Rogers Cup í tennis með því að leggja Novak Djokovic að velli í Kanada í fjórum settum, 6-4, 3-6, 7-6 og 7-2.  Djokovic hafði unnið mótið tvö ár í röð en það verður krýndur nýr sigurvegari í ár. Djokovic hafði unnið 13 leiki í röð í Kanada en sigurgangan stöðvaði á Nadal.

Þetta er annar sigur Nadals gegn Djokovic á árinu í þremur viðureignum og mun Nadal færast upp í þriðja sæti á heimlistanum í tennis sama hver úrslitin verða í dag. Sigurinn í gær var sigur númer 47 hjá Nadal í 50 leikjum á árinu.

Nadal mætir Milos Raonic, kanadískum leikmanni í úrslitunum en þetta er í fyrsta sinn síðan 1958 sem heimamaður spilar í úrslitum á Rogers Cup. Raonic sem er í 13 sæti á heimslistanum vann samlanda sinn Vasek Pospisil í hinum undanúrslitaleiknum. Nadal verður að teljast sigurstranglegri í úrslitum en hann hefur unnið alla þrjá leiki sína við Raonic á árinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×