Íslenski boltinn

Sá langlífasti í tvo áratugi

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Þorvaldur Örlygsson
Þorvaldur Örlygsson Mynd/Ernir

Þorvaldur Örlygsson var á sínu sjötta tímabili sem þjálfari Fram þegar hann sagði upp störfum í gær.

Framarar, sem urðu síðast Íslandsmeistarar árið 1990, hafa verið duglegir að skipta um þjálfara undanfarna tvo áratugi. Ásgeir heitinn Elíasson stýrði Fram í sjö tímabil frá 1985 til 1991 en síðan þá hefur enginn annar þjálfari enst lengur í starfi en þrjú tímabil.

Ásgeir stýrði reyndar Fram frá 1996-1999 og aftur sumarið 2006 en aðrir hafa staldrað skemur við. Kristinn Rúnar Jónsson stýrði Fram frá 2001-2003 og Marteinn Geirsson og Ólafur Kristjánsson stýrðu Fram í tæp tvö tímabil.

Pétur Ormslev, Guðmundur Torfason, Rúmeninn Ion Geolgau og Ólafur Þórðarson stýrðu allir Framliðinu í aðeins eitt tímabil eða skemur. Þá stigu Bjarni Jóhannsson og Steinar Guðgeirsson inn tímabundið og stýrðu Framliðinu á meðan þjálfaraleit stóð yfir.

Tölfræði Þorvalds með Framliðið og viðbrögð leikmanna liðsins má sjá í fréttum hér að neðan.


Tengdar fréttir

Ég mun alltaf elska Þorvald

Leikmönnum Fram brá í brún þegar þeir heyrðu af uppsögn Þorvalds Örlygssonar sem þjálfari karlaliðs félagsins í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×