Enski boltinn

Goodwillie játaði á sig líkamsárás

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
David Goodwillie í leik með Blackburn.
David Goodwillie í leik með Blackburn. Nordic Photos / Getty Images
David Goodwillie, skoskur knattspyrnumaður sem er á mála hjá Blackburn í ensku úrvalsdeildinni, játaði í dag á sig líkamsárás sem átti sér stað í Glasgow í nóvember árið 2010.

Goodwillie er 23 ára gamall og var seldur frá Dundee United til Blackburn í sumar fyrir tvær milljónir punda. Hann játaði að hafa kýlt mann í bæði höfuð og líkama. Refsing verður kveðin upp þann 30. apríl næstkomandi.

Þetta var ekki í fyrsta sinn sem Goodwillie var handtekinn fyrir líkamsárás. Árið 2008 var hann sektaður fyrir sinn þátt í slagsmálum á næturklúbbi og svo aftur ári síðar fyrir að rota dyravörð á skemmtistað.

Goodwillie hefur þó reynt að halda sig á mottunni eftir atvikið í Glasgow.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×