Nýjar reglur settu svip sinn á "janúargluggann“ Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 2. febrúar 2012 07:00 Fernando Torres og Papiss Cisse. Eigendur enskra úrvalsdeildarliða í fótbolta voru ekki í miklu "stuði" á meðan leikmannamarkaðurinn var opinn í janúar. Lokað var fyrir félagaskipti á miðnætti þriðjudagsins 31. janúar. Met var sett í janúar í fyrra þegar liðin keyptu leikmenn fyrir 225 milljónir punda eða 43 milljarða kr., en þessi upphæð lækkaði um 70% í janúarglugga þessa árs. Í samantekt sem alþjóðlega endurskoðunar- og ráðgjafarfyrirtækið Deloitte gaf út í gær kemur í ljós að ensku úrvalsdeildarliðin eyddu "aðeins" 60 milljónum punda eða sem nemur 11,6 milljörðum kr. í janúar á þessu ári. Þrjú félög, Chelsea, QPR og Newcastle, eru samtals með um helming af þeirri upphæð. Til samanburðar voru fjögur félög með um 80% af þessum 225 milljónum punda fyrir ári, Chelsea, Liverpool, Aston Villa og Liverpool. Þar léku framherjarnir Fernando Torres og Andy Carroll aðalhlutverkin. Dan Jones, talsmaður Deloitte, segir í viðtali við breska fjölmiðla að skýringin á þessari lækkun sé einföld. Félögin eru að undirbúa sig fyrir reglugerð UEFA um leyfiskerfi og fjárhagslega háttvísi sem tekur gildi árið 2013. Þessi reglugerð var kynnt til sögunnar árið 2009 þegar helmingur af 630 knattspyrnuliðum Evrópu var rekinn með tapi. Reglugerðinni er ætlað að minnka möguleika ríkra eigenda að eyða eins miklum peningum og þeir vilja í leikmannakaup og laga taprekstur með nýju "hlutafé" úr eigin vasa. Samkvæmt reglugerð UEFA um fjàrhagslega hàttvísi þurfa félögin að miða útgjöld sín við þær tekjur sem félagið getur aflað sér með "venjulegum hætti". Ómar Smárason, leyfis – og markaðsstjóri KSÍ, sagði í samtali við Fréttablaðið að stærstu félög Evrópu hefðu haft frumkvæðið að þessari reglu á sínum tíma. "Þetta er gert til þess að sporna við áframhaldandi taprekstri stórra félaga. Félögin vildu fá skýrari reglur og jafna samkeppnisaðstöðuna. Lið sem eru í eigu mjög ríkra einstaklinga geta ekki haldið áfram að reiða sig á að fá peninga endalaust til þess að brúa taprekstur. Þau verða að fara eftir reglugerðinni um leyfiskerfi og fjàrhagslega hàttvísi." Það er áratugur frá því að sú regla var tekin upp að opna fyrir félagaskipti í janúar og frá þeim tíma hafa ensk úrvalsdeildarlið keypt leikmenn fyrir samtals 925 milljónir punda eða sem nemur 180 milljörðum kr. Mest lesið Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Freyr himinlifandi með íslensku strákana Fótbolti Fleiri fréttir „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Sjá meira
Eigendur enskra úrvalsdeildarliða í fótbolta voru ekki í miklu "stuði" á meðan leikmannamarkaðurinn var opinn í janúar. Lokað var fyrir félagaskipti á miðnætti þriðjudagsins 31. janúar. Met var sett í janúar í fyrra þegar liðin keyptu leikmenn fyrir 225 milljónir punda eða 43 milljarða kr., en þessi upphæð lækkaði um 70% í janúarglugga þessa árs. Í samantekt sem alþjóðlega endurskoðunar- og ráðgjafarfyrirtækið Deloitte gaf út í gær kemur í ljós að ensku úrvalsdeildarliðin eyddu "aðeins" 60 milljónum punda eða sem nemur 11,6 milljörðum kr. í janúar á þessu ári. Þrjú félög, Chelsea, QPR og Newcastle, eru samtals með um helming af þeirri upphæð. Til samanburðar voru fjögur félög með um 80% af þessum 225 milljónum punda fyrir ári, Chelsea, Liverpool, Aston Villa og Liverpool. Þar léku framherjarnir Fernando Torres og Andy Carroll aðalhlutverkin. Dan Jones, talsmaður Deloitte, segir í viðtali við breska fjölmiðla að skýringin á þessari lækkun sé einföld. Félögin eru að undirbúa sig fyrir reglugerð UEFA um leyfiskerfi og fjárhagslega háttvísi sem tekur gildi árið 2013. Þessi reglugerð var kynnt til sögunnar árið 2009 þegar helmingur af 630 knattspyrnuliðum Evrópu var rekinn með tapi. Reglugerðinni er ætlað að minnka möguleika ríkra eigenda að eyða eins miklum peningum og þeir vilja í leikmannakaup og laga taprekstur með nýju "hlutafé" úr eigin vasa. Samkvæmt reglugerð UEFA um fjàrhagslega hàttvísi þurfa félögin að miða útgjöld sín við þær tekjur sem félagið getur aflað sér með "venjulegum hætti". Ómar Smárason, leyfis – og markaðsstjóri KSÍ, sagði í samtali við Fréttablaðið að stærstu félög Evrópu hefðu haft frumkvæðið að þessari reglu á sínum tíma. "Þetta er gert til þess að sporna við áframhaldandi taprekstri stórra félaga. Félögin vildu fá skýrari reglur og jafna samkeppnisaðstöðuna. Lið sem eru í eigu mjög ríkra einstaklinga geta ekki haldið áfram að reiða sig á að fá peninga endalaust til þess að brúa taprekstur. Þau verða að fara eftir reglugerðinni um leyfiskerfi og fjàrhagslega hàttvísi." Það er áratugur frá því að sú regla var tekin upp að opna fyrir félagaskipti í janúar og frá þeim tíma hafa ensk úrvalsdeildarlið keypt leikmenn fyrir samtals 925 milljónir punda eða sem nemur 180 milljörðum kr.
Mest lesið Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Freyr himinlifandi með íslensku strákana Fótbolti Fleiri fréttir „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Sjá meira