Enski boltinn

Kompany vill læti á vellinum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Vincent Kompany hefur hvatt þá stuðningsmenn Manchester City sem ætla að mæta á leikinn mikilvæga gegn Manchester United í kvöld að hafa eins hátt og mögulegt er.

„Ég vil að áhorfendur hafi hátt frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu. Það mun veita okkur aukinn kraft," sagði Kompany í viðtali á heimasíðu City.

„Ég þarf ekki að leggja áherslu á hversu mikilvægur þessi lieikur er. Við þurfum að vera einbeittir í 90 mínútur og nálgast leikinn á réttan máta. Við þurfum að hafa trú á því sem við erum að gera og gefa allt okkar í leikinn," bætti hann við.

City hefur verið frábært á heimavelli í vetur og fengið 49 stig af 51 mögulegu hingað til. „Ég held að helsta ástæðan fyrir þessu góða gengi á heimavelli er sú að við höfum búið okkur mjög vel undir hvern leik," sagði fyrirliðinn.

Leikurinn hefst klukkan 19.00 í kvöld og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×