Innlent

The Avengers slógu 10 ára gamalt met

Ofurhetjumyndin The Avengers kom sá og sigraði á Íslandi um helgina. Ljóst er að Iron Man, Thor, Captain America og félagar heilli Íslendinga enda hópaðist fólk á öllum aldri í þá þrettán kvikmyndasali sem sýndu myndina.

Samkvæmt upplýsingum frá Samfilm nam miðasala á The Avengers um helgina 17.6 milljónum - um 14 þúsund manns fóru á myndina.

Ofurhetjurnar slógu því 10 ára gamalt met en það var kvikmyndin Harry Potter og Leyniklefinn sem átti metið.

The Avengers verður frumsýnd í Bandaríkjunum á föstudaginn næstkomandi en hún var frumsýnd í 39 löndum í síðustu viku.

Hægt er að sjá stiklu úr The Avengers hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×