Enski boltinn

Ferguson: City er komið í bílstjórasætið

Ferguson var ekki sáttur við Mancini.
Ferguson var ekki sáttur við Mancini.
Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, var súr eftir tapið gegn Man. City í kvöld en viðurkenndi að United hefði tapað gegn betra liði að þessu sinni.

"Við reyndum ekkert á markvörðinn þeirra. Við byrjuðum vel og vorum miklu betri fyrstu 15 mínútur leiksins. Markið kom svo á versta tíma fyrir okkur," sagði Ferguson.

"Ég get ekki kvartað yfir þessum úrslitum. Þeir ógnuðu meira. Þetta eru hræðileg úrslit og City er nú komið í bílstjórasætið. Þeir þurfa bara að vinna tvo leiki til þess að verða meistarar. Þetta er ekki flókið."

Ferguson og Mancini rifust heiftarlega um miðjan síðari hálfleikinn.

"Mancini var að djöflast í fjórða dómaranum í allt kvöld og búinn að kvarta yfir dómurum alla vikuna. Hann gat ekki kvartað yfir þessum."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×