Fótbolti

Van Nistelrooy: England getur unnið EM

Þó svo allt sé í kaldakoli hjá enska landsliðinu hefur hollenski framherjinn, Ruud van Nistelrooy, enn tröllatrú á enska landsliðinu. Hann segir enska liðið vel geta unnið EM í sumar.

Enska landsliðið er þjálfara- og fyrirliðalaust fjórum mánuðum fyrir mót og allt í tómu tjóni.

"Ég trúði því ekki þegar ég heyrði að Capello væri hættur. Ég hélt í fyrstu að þetta væru kjaftasögur," sagði Hollendingurinn sem lék með Man. Utd á sínum tíma í enska boltanum.

"Ég þekki enska boltann vel og veit að það verður mikið havarí út af þessu máli. Skal engan undra þar sem þetta er alvarlegt mál.

"Ég veit ekki hvað olli þessu en það hlýtur að vera stórt fyrst Fabio ákvað að hætta.  Auðvitað eru þetta ekki góðar fréttir fyrir enska liðið en þrátt fyrir það er enska liðið eitt af þeim sigurstranglegri í sumar."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×