Draumabyrjun QPR dugði ekki til | Cisse skoraði Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 1. febrúar 2012 18:44 Djibril Cissé fagnar marki sínu í kvöld. Nordic Photos / Getty Images Aston Villa og QPR skildu jöfn, 2-2, í Birmingham í kvöld eftir að gestirnir frá Lundúnum komust í 2-0 forystu strax í fyrri hálfleik. Heiðar Helguson var ekki í leikmannahópi QPR vegna meiðsla og Rub Hulse, sem spilaði síðast í úrvalsdeildinni árið 2007, tók hans stöðu í sókninni þar sem flestir aðrir sóknarmenn QPR eru meiddir. Djibril Cisse, sem var keyptur til QPR frá Lazio í gær, var hins vegar í byrjunarliðinu og spilaði við hllð Hulse í sókninni. Hann var aðeins ellefu mínútur að komast á blað en hann skoraði með laglegu skoti eftir að boltinn barst fyrir fætur hans í vítateignum. Hann hefur því skorað í frumraun sinni með öllum sínum félögum í ensku úrvalsdeildinni en hann gerði það með bæði Liverpool og Sunderland á sínum tíma. Stephen Warnock kom svo QPR í 2-0 með ótrúlegu sjálfsmarki þar sem hann skallaði boltann í markið þó svo að enginn leikmaður QPR hafi verið nálægt honum. Aston Villa komst þó betur inn í leikinn eftir þetta og náði að minnka muninn með mörkum Darren Bent í lok fyrri hálfleiks. Villa var svo miklu sterkari aðilinn í seinni hálfleik og uppskar mark á 78. mínútu er Charles N'Zogbia skoraði. Villa sótti til sigurs á lokakaflanum en allt kom fyrir ekki og jafntefli niðurstaðan. Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Fleiri fréttir Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Sjá meira
Aston Villa og QPR skildu jöfn, 2-2, í Birmingham í kvöld eftir að gestirnir frá Lundúnum komust í 2-0 forystu strax í fyrri hálfleik. Heiðar Helguson var ekki í leikmannahópi QPR vegna meiðsla og Rub Hulse, sem spilaði síðast í úrvalsdeildinni árið 2007, tók hans stöðu í sókninni þar sem flestir aðrir sóknarmenn QPR eru meiddir. Djibril Cisse, sem var keyptur til QPR frá Lazio í gær, var hins vegar í byrjunarliðinu og spilaði við hllð Hulse í sókninni. Hann var aðeins ellefu mínútur að komast á blað en hann skoraði með laglegu skoti eftir að boltinn barst fyrir fætur hans í vítateignum. Hann hefur því skorað í frumraun sinni með öllum sínum félögum í ensku úrvalsdeildinni en hann gerði það með bæði Liverpool og Sunderland á sínum tíma. Stephen Warnock kom svo QPR í 2-0 með ótrúlegu sjálfsmarki þar sem hann skallaði boltann í markið þó svo að enginn leikmaður QPR hafi verið nálægt honum. Aston Villa komst þó betur inn í leikinn eftir þetta og náði að minnka muninn með mörkum Darren Bent í lok fyrri hálfleiks. Villa var svo miklu sterkari aðilinn í seinni hálfleik og uppskar mark á 78. mínútu er Charles N'Zogbia skoraði. Villa sótti til sigurs á lokakaflanum en allt kom fyrir ekki og jafntefli niðurstaðan.
Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Fleiri fréttir Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Sjá meira