Flúði eftir fjögurra ára heimilisofbeldi Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 14. september 2012 18:37 Ung kona, sem bjó við heimilisofbeldi í nokkur ár, segir óttann við að missa börnin hafa komið í veg fyrir að hún færi frá sambýlismanni sínum. Hún flúði að lokum í Kvennaathvarfið og segir það hafa bjargað sér. Konan hafði búið við ofbeldi í 4 ár þegar hún flúði í Kvennaathvarfið. „Hann beitti bara mjög miklu ofbeldi. Kúgun og stjórnun og bara fyllti út í alla reiti," segir konan, sem vildi ekki koma fram undir nafni. Hún hafði þá um tveggja ára skeið reynt að losna út úr sambandinu og nokkrum sinnum mætt í viðtöl hjá ráðgjafa í Kvennaathvarfinu. „Það gerði útslagið þegar að hann réðst á mig í síðasta skiptið þá voru börnin heima sofandi." Eftir árásina tók sambýlismaður hennar lyklana af henni, peningana og símann og kastaði henni út af heimilinu. Þau voru búsett í bæ á landsbyggðinni og vildi konan ekki yfirgefa börnin. „Hann læsti mig úti þannig að ég beið bara. Hann sótti mig alltaf út í bíl og henti mér svo út aftur. En svo bara lét ég eins og allt væri gott daginn eftir og fór svo í bæinn á mánudeginum." Hún fór svo í Kvennaathvarfið þar sem hún dvaldi í 4 vikur. Barnanna sinna vegna vill hún ekki koma fram undir nafni. Hún segir sambýlismann sinn hafa hótað að gera allt til börnin yrðu tekin af henni ef hún færi frá honum. „Hann var náttúrulega búinn að hóta sýslumanninum, forsjármálum, kærumálum og Barnavernd og bara öllu sem hægt er að hóta varðandi börnin af því hann vissi að þau væru mikilvægust. Það var það sem hindraði mig mest í að fara af því ég var hrædd við öll þessi mál." Að lokum áttaði hún sig á að hún yrði að fara barnanna vegna. „Ég vildi vera góð fyrirmynd og svo var ekkert hægt að lifa svona. Það versnaði bara sífellt og gekk á öll siðferðismörkin." Hún segist hafa þurft að vinna mikið í sínum málum. „Ég er með áfallastreitu og hann var alveg í ár eftir að við hættum saman með umgengismál, forsjármál, hótandi Barnavernd, hringjandi á Barnavernd. En þegar hann byrjaði upp á nýtt með nýrri kærustu fékk ég meira frí." Hún segir oft vera þröngt á þingi í Kvennaathvarfinu og stundum hafi konur sofið í setustofunni. Kvennaathvarfið stendur nú fyrir söfnunarátakinu Öll með tölu. Tilgangurinn er að safna fyrir stærra húsnæði. Seldar eru tölur til styrktar Kvennaathvarfinu víða í verslunum og haldið verður sérstakt uppboð. Hún segist sannfærð um að hún hefði verið lengur í sambandinu ef hún hefði ekki leitað til Kvennaathvarfsins. „Ég trúi því alveg að það hafi bjargað mér." Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fleiri fréttir Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Sjá meira
Ung kona, sem bjó við heimilisofbeldi í nokkur ár, segir óttann við að missa börnin hafa komið í veg fyrir að hún færi frá sambýlismanni sínum. Hún flúði að lokum í Kvennaathvarfið og segir það hafa bjargað sér. Konan hafði búið við ofbeldi í 4 ár þegar hún flúði í Kvennaathvarfið. „Hann beitti bara mjög miklu ofbeldi. Kúgun og stjórnun og bara fyllti út í alla reiti," segir konan, sem vildi ekki koma fram undir nafni. Hún hafði þá um tveggja ára skeið reynt að losna út úr sambandinu og nokkrum sinnum mætt í viðtöl hjá ráðgjafa í Kvennaathvarfinu. „Það gerði útslagið þegar að hann réðst á mig í síðasta skiptið þá voru börnin heima sofandi." Eftir árásina tók sambýlismaður hennar lyklana af henni, peningana og símann og kastaði henni út af heimilinu. Þau voru búsett í bæ á landsbyggðinni og vildi konan ekki yfirgefa börnin. „Hann læsti mig úti þannig að ég beið bara. Hann sótti mig alltaf út í bíl og henti mér svo út aftur. En svo bara lét ég eins og allt væri gott daginn eftir og fór svo í bæinn á mánudeginum." Hún fór svo í Kvennaathvarfið þar sem hún dvaldi í 4 vikur. Barnanna sinna vegna vill hún ekki koma fram undir nafni. Hún segir sambýlismann sinn hafa hótað að gera allt til börnin yrðu tekin af henni ef hún færi frá honum. „Hann var náttúrulega búinn að hóta sýslumanninum, forsjármálum, kærumálum og Barnavernd og bara öllu sem hægt er að hóta varðandi börnin af því hann vissi að þau væru mikilvægust. Það var það sem hindraði mig mest í að fara af því ég var hrædd við öll þessi mál." Að lokum áttaði hún sig á að hún yrði að fara barnanna vegna. „Ég vildi vera góð fyrirmynd og svo var ekkert hægt að lifa svona. Það versnaði bara sífellt og gekk á öll siðferðismörkin." Hún segist hafa þurft að vinna mikið í sínum málum. „Ég er með áfallastreitu og hann var alveg í ár eftir að við hættum saman með umgengismál, forsjármál, hótandi Barnavernd, hringjandi á Barnavernd. En þegar hann byrjaði upp á nýtt með nýrri kærustu fékk ég meira frí." Hún segir oft vera þröngt á þingi í Kvennaathvarfinu og stundum hafi konur sofið í setustofunni. Kvennaathvarfið stendur nú fyrir söfnunarátakinu Öll með tölu. Tilgangurinn er að safna fyrir stærra húsnæði. Seldar eru tölur til styrktar Kvennaathvarfinu víða í verslunum og haldið verður sérstakt uppboð. Hún segist sannfærð um að hún hefði verið lengur í sambandinu ef hún hefði ekki leitað til Kvennaathvarfsins. „Ég trúi því alveg að það hafi bjargað mér."
Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fleiri fréttir Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Sjá meira