Flúði eftir fjögurra ára heimilisofbeldi Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 14. september 2012 18:37 Ung kona, sem bjó við heimilisofbeldi í nokkur ár, segir óttann við að missa börnin hafa komið í veg fyrir að hún færi frá sambýlismanni sínum. Hún flúði að lokum í Kvennaathvarfið og segir það hafa bjargað sér. Konan hafði búið við ofbeldi í 4 ár þegar hún flúði í Kvennaathvarfið. „Hann beitti bara mjög miklu ofbeldi. Kúgun og stjórnun og bara fyllti út í alla reiti," segir konan, sem vildi ekki koma fram undir nafni. Hún hafði þá um tveggja ára skeið reynt að losna út úr sambandinu og nokkrum sinnum mætt í viðtöl hjá ráðgjafa í Kvennaathvarfinu. „Það gerði útslagið þegar að hann réðst á mig í síðasta skiptið þá voru börnin heima sofandi." Eftir árásina tók sambýlismaður hennar lyklana af henni, peningana og símann og kastaði henni út af heimilinu. Þau voru búsett í bæ á landsbyggðinni og vildi konan ekki yfirgefa börnin. „Hann læsti mig úti þannig að ég beið bara. Hann sótti mig alltaf út í bíl og henti mér svo út aftur. En svo bara lét ég eins og allt væri gott daginn eftir og fór svo í bæinn á mánudeginum." Hún fór svo í Kvennaathvarfið þar sem hún dvaldi í 4 vikur. Barnanna sinna vegna vill hún ekki koma fram undir nafni. Hún segir sambýlismann sinn hafa hótað að gera allt til börnin yrðu tekin af henni ef hún færi frá honum. „Hann var náttúrulega búinn að hóta sýslumanninum, forsjármálum, kærumálum og Barnavernd og bara öllu sem hægt er að hóta varðandi börnin af því hann vissi að þau væru mikilvægust. Það var það sem hindraði mig mest í að fara af því ég var hrædd við öll þessi mál." Að lokum áttaði hún sig á að hún yrði að fara barnanna vegna. „Ég vildi vera góð fyrirmynd og svo var ekkert hægt að lifa svona. Það versnaði bara sífellt og gekk á öll siðferðismörkin." Hún segist hafa þurft að vinna mikið í sínum málum. „Ég er með áfallastreitu og hann var alveg í ár eftir að við hættum saman með umgengismál, forsjármál, hótandi Barnavernd, hringjandi á Barnavernd. En þegar hann byrjaði upp á nýtt með nýrri kærustu fékk ég meira frí." Hún segir oft vera þröngt á þingi í Kvennaathvarfinu og stundum hafi konur sofið í setustofunni. Kvennaathvarfið stendur nú fyrir söfnunarátakinu Öll með tölu. Tilgangurinn er að safna fyrir stærra húsnæði. Seldar eru tölur til styrktar Kvennaathvarfinu víða í verslunum og haldið verður sérstakt uppboð. Hún segist sannfærð um að hún hefði verið lengur í sambandinu ef hún hefði ekki leitað til Kvennaathvarfsins. „Ég trúi því alveg að það hafi bjargað mér." Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Fleiri fréttir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Sjá meira
Ung kona, sem bjó við heimilisofbeldi í nokkur ár, segir óttann við að missa börnin hafa komið í veg fyrir að hún færi frá sambýlismanni sínum. Hún flúði að lokum í Kvennaathvarfið og segir það hafa bjargað sér. Konan hafði búið við ofbeldi í 4 ár þegar hún flúði í Kvennaathvarfið. „Hann beitti bara mjög miklu ofbeldi. Kúgun og stjórnun og bara fyllti út í alla reiti," segir konan, sem vildi ekki koma fram undir nafni. Hún hafði þá um tveggja ára skeið reynt að losna út úr sambandinu og nokkrum sinnum mætt í viðtöl hjá ráðgjafa í Kvennaathvarfinu. „Það gerði útslagið þegar að hann réðst á mig í síðasta skiptið þá voru börnin heima sofandi." Eftir árásina tók sambýlismaður hennar lyklana af henni, peningana og símann og kastaði henni út af heimilinu. Þau voru búsett í bæ á landsbyggðinni og vildi konan ekki yfirgefa börnin. „Hann læsti mig úti þannig að ég beið bara. Hann sótti mig alltaf út í bíl og henti mér svo út aftur. En svo bara lét ég eins og allt væri gott daginn eftir og fór svo í bæinn á mánudeginum." Hún fór svo í Kvennaathvarfið þar sem hún dvaldi í 4 vikur. Barnanna sinna vegna vill hún ekki koma fram undir nafni. Hún segir sambýlismann sinn hafa hótað að gera allt til börnin yrðu tekin af henni ef hún færi frá honum. „Hann var náttúrulega búinn að hóta sýslumanninum, forsjármálum, kærumálum og Barnavernd og bara öllu sem hægt er að hóta varðandi börnin af því hann vissi að þau væru mikilvægust. Það var það sem hindraði mig mest í að fara af því ég var hrædd við öll þessi mál." Að lokum áttaði hún sig á að hún yrði að fara barnanna vegna. „Ég vildi vera góð fyrirmynd og svo var ekkert hægt að lifa svona. Það versnaði bara sífellt og gekk á öll siðferðismörkin." Hún segist hafa þurft að vinna mikið í sínum málum. „Ég er með áfallastreitu og hann var alveg í ár eftir að við hættum saman með umgengismál, forsjármál, hótandi Barnavernd, hringjandi á Barnavernd. En þegar hann byrjaði upp á nýtt með nýrri kærustu fékk ég meira frí." Hún segir oft vera þröngt á þingi í Kvennaathvarfinu og stundum hafi konur sofið í setustofunni. Kvennaathvarfið stendur nú fyrir söfnunarátakinu Öll með tölu. Tilgangurinn er að safna fyrir stærra húsnæði. Seldar eru tölur til styrktar Kvennaathvarfinu víða í verslunum og haldið verður sérstakt uppboð. Hún segist sannfærð um að hún hefði verið lengur í sambandinu ef hún hefði ekki leitað til Kvennaathvarfsins. „Ég trúi því alveg að það hafi bjargað mér."
Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Fleiri fréttir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent