Fótbolti

Gerrard: Verður að sýna Sterling þolinmæði

Hinn 17 ára gamli leikmaður Liverpool, Raheem Sterling, var í dag valinn í enska landsliðið fyrir leikinn gegn Úkraínu. Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, segir að það þurfi að fara varlega með unga menn eins og Sterling.

"Mér finnst hann eiga skilið að hafa verið valinn í hópinn. Hann hefur slegið í gegn hjá okkur og er einn af ljósu punktunum hingað til," sagði Gerrard.

"Það er samt mikilvægt að hann sé með báða fætur á jörðinni, haldi áfram að læra og reyni að finna stöðugleika. Ég held samt að það sé ekki langt í að hann verði byrjunarliðsmaður í landsliðinu enda með mikla hæfileika.

"Það þarf samt að sýna svona strákum þolinmæði. Það má ekki byggja þá upp og setja of mikla pressu á þá. Þeir verða að þó að þróast í rólegheitum."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×