Fótbolti

Baros leggur landsliðsskóna á hilluna

Baros í sínum síðasta landsleik.
Baros í sínum síðasta landsleik.
Tékkneski framherjinn, Milan Baros, tilkynnti eftir tap Tékka gegn Portúgal á EM í gær að hann væri búinn að leggja landsliðsskóna á hilluna. Baros, sem eitt sinn lék með Liverpool, er þó aðeins þrítugur að aldri en búinn að spila marga landsleiki.

Nánar tiltekið eina 93 landsleiki og í þeim leikjum er hann búinn að skora 41 mark. Ágætur árangur það.

Síðustu ár hafa þó ekki verið góð í landsliðinu. Hann skoraði aðeins eitt mark í undankeppni EM og komst ekki á blað í lokakeppninni. Svo slakur var hann reyndar að stuðningsmenn Tékka bauluðu reglulega á hann.

Þarf því ekki að undra að hann nenni ekki lengur að spila fyrir landsliðið.

Hann mun þá halda áfram að spila með félagsliði sínu, Galatasaray.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×