Lífið

Þjónaði til borðs

Mark Ruffalo ákvað að þjóna til borðs á Chateau Marmont hótelinu.
Mark Ruffalo ákvað að þjóna til borðs á Chateau Marmont hótelinu. nordicphotos/getty
Leikarinn Mark Ruffalo átti notalega kvöldstund með vinum sínum á Chateau Marmont hótelinu fyrr í vikunni og rifjaði um leið upp gamla takta frá því hann starfaði sem þjónn.

"Mark bað um að fá að þjóna til borðs í svolitla stund. Stuttu síðar kom hann fram með nokkra diska og byrjaði að þjóna gestum til borðs," sagði sjónarvottur um atvikið.

Eftir að hafa þjónað nokkrum gestum settist Ruffalo aftur við borðið hjá vinum sínum og var hinn ánægðasti. "Ég fór aftur í tímann. Þetta heldur mér á jörðinni og fær mig til að átta mig betur á því hversu heppinn ég er," á leikarinn að hafa sagt við vini sína eftir þjónustustarfið.

Ruffalo lék síðast í The Avengers og er um þessar mundir við tökur á kvikmyndinni Can a Song Save Your Life með Keiru Knightley.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.