Tónlist í jólapakkann 20. desember 2012 07:00 MARGAR FLOTTAR ÚTGÁFUR 25 ára afmælistónleikar Nýdanskrar eru dæmi um glæsilegan tónlistarpakka. Það var mikið gert grín að dómnefnd Rannsóknarseturs verslunarinnar í fyrra þegar hún valdi spjaldtölvu sem jólagjöf ársins. Í ár vandaði dómnefndin sig greinilega meira og valdi íslenska tónlist sem jólagjöf ársins. Flott val sem auðvelt er að færa góð rök fyrir. Í fyrsta lagi er verðið mjög viðráðanlegt og svo er árið 2012 líka búið að vera mjög gott ár fyrir íslenska tónlist. Það hefur sjaldan eða aldrei komið út jafn mikið af góðum plötum. Gæðaplötur ársins skipta tugum og það er eitthvað í boði fyrir alla. Plötur Ásgeirs Trausta, Retro Stefson, Moses Hightower og Hjaltalín eru dæmi um plötur sem hafa slegið í gegn, en það eru mjög margar fleiri flottar plötur í popp-, rokk- og jaðardeildinni eins og sést í árslistavali tónlistarspekúlanta hér í blaðinu. Og það er margt annað í boði. Gamlir jaxlar eins og Mannakorn, Magnús og Jóhann og Bubbi komu t.d. með fínar plötur á árinu og í djassdeildinni er hægt að velja um plötur frá adhd, Skúla Sverris & Óskari Guðjóns og Stórsveit Samúel J. Samúelssonar svo eitthvað sé nefnt. Og svo eru það sparipakkarnir. Í boði eru m.a. mjög glæsilegir ferilspakkar með Ríó Tríó (3 plötur og DVD-diskur), Andreu Gylfa, Megasi og Jet Black Joe og svo voru nokkrir af stórtónleikum ársins gefnir út: Þar á meðal eru Stuðmenn í Hörpu, Minningartónleikarnir um Elly Vilhjálms og 25 ára afmælistónleikar Nýdanskrar. Síðastnefndu tónleikarnir voru algerlega frábærir. Hljómsveitin spilaði ekki bara bestu lögin sín heldur bryddaði upp á ýmsum nýjungum, fékk t.d. gesti til að flytja sum laganna. Þar á meðal voru KK, Hjaltalín og Unnsteinn úr Retro Stefson. Með afmælisútgáfunni fylgir líka aukadiskur með endurgerðum nokkurra listamanna á sígildum smellum með sveitinni. Flottur pakki! Lífið Mest lesið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Icewear styrkir Þjóðhátíð Lífið samstarf Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Lífið Fleiri fréttir Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Sjá meira
Það var mikið gert grín að dómnefnd Rannsóknarseturs verslunarinnar í fyrra þegar hún valdi spjaldtölvu sem jólagjöf ársins. Í ár vandaði dómnefndin sig greinilega meira og valdi íslenska tónlist sem jólagjöf ársins. Flott val sem auðvelt er að færa góð rök fyrir. Í fyrsta lagi er verðið mjög viðráðanlegt og svo er árið 2012 líka búið að vera mjög gott ár fyrir íslenska tónlist. Það hefur sjaldan eða aldrei komið út jafn mikið af góðum plötum. Gæðaplötur ársins skipta tugum og það er eitthvað í boði fyrir alla. Plötur Ásgeirs Trausta, Retro Stefson, Moses Hightower og Hjaltalín eru dæmi um plötur sem hafa slegið í gegn, en það eru mjög margar fleiri flottar plötur í popp-, rokk- og jaðardeildinni eins og sést í árslistavali tónlistarspekúlanta hér í blaðinu. Og það er margt annað í boði. Gamlir jaxlar eins og Mannakorn, Magnús og Jóhann og Bubbi komu t.d. með fínar plötur á árinu og í djassdeildinni er hægt að velja um plötur frá adhd, Skúla Sverris & Óskari Guðjóns og Stórsveit Samúel J. Samúelssonar svo eitthvað sé nefnt. Og svo eru það sparipakkarnir. Í boði eru m.a. mjög glæsilegir ferilspakkar með Ríó Tríó (3 plötur og DVD-diskur), Andreu Gylfa, Megasi og Jet Black Joe og svo voru nokkrir af stórtónleikum ársins gefnir út: Þar á meðal eru Stuðmenn í Hörpu, Minningartónleikarnir um Elly Vilhjálms og 25 ára afmælistónleikar Nýdanskrar. Síðastnefndu tónleikarnir voru algerlega frábærir. Hljómsveitin spilaði ekki bara bestu lögin sín heldur bryddaði upp á ýmsum nýjungum, fékk t.d. gesti til að flytja sum laganna. Þar á meðal voru KK, Hjaltalín og Unnsteinn úr Retro Stefson. Með afmælisútgáfunni fylgir líka aukadiskur með endurgerðum nokkurra listamanna á sígildum smellum með sveitinni. Flottur pakki!
Lífið Mest lesið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Icewear styrkir Þjóðhátíð Lífið samstarf Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Lífið Fleiri fréttir Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Sjá meira