Býr til myndir úr hljóðum og texta fridrikab@frettabladid.is skrifar 18. desember 2012 06:00 Öðruvísi vinna Hrafnhildur segir töluverðan mun á því að skrifa leikrit fyrir útvarp og fyrir svið.Fréttabaðið/Valli Verkið var leiklesið hér heima hjá mér á Listahátíð í vor, í leikstjórn Kristínar Eysteinsdóttur, og svo vann ég það áfram fyrir þessa uppfærslu í útvarpinu," segir Hrafnhildur Hagalín um leikrit sitt, Opið hús, sem Útvarpsleikhúsið sendir út á jóladag. „Það breyttist töluvert í vinnslunni og við áttum í ákveðnum díalóg um þróunina, ég og Kristín leikstjóri." Hafa verk þín verið flutt í Útvarpsleikhúsinu fyrr? „Já, fyrir tveimur árum samdi ég verkið Einfarar fyrir nokkra eldri leikara og leikstýrði því sjálf. Þannig að ég kom reynslunni ríkari að þessari vinnu og gat hugsað verkið betur fyrir útvarpsmiðilinn af því ég þekkti hann." Er mikill munur á því að skrifa fyrir útvarp og svið? „Já, það er talsverður munur á því. Í útvarpi þarf að hugsa allt út frá hljóði og að búa til myndir í hugum hlustenda út frá því og textanum eingöngu. Í þessu verki er húsið miðpunkturinn og það er alltaf mikið af mismunandi hljóðum í húsum, þannig að ég byggði verkið dálítið út frá því." Um hvað fjallar verkið? „Það fjallar um fólk sem kemur að skoða hús. Þetta eru tvenn hjón, eldri hjón og yngri hjón, og svo dúkkar þarna upp líka miðaldra karlmaður. Það kemur síðan í ljós þegar líða tekur á verkið að þau tengjast öll á einn eða annan hátt." Hallur Ingólfsson semur tónlistina. Samdi hann hana sérstaklega fyrir þetta verk? „Já, hann gerði það. Hann var ekki með okkur í vor en kom inn í á seinni stigum og samdi tónlistina sérstaklega fyrir þessa útvarpsversjón." Eigum við svo von á sviðsverki frá þér fljótlega? „Já, vonandi. Ég er alveg á fullu að skrifa núna. Tók mér hlé frá þeim samstarfsverkefnum sem ég hef verið á kafi í undanfarin ár. Þannig að ég hef dregið mig dálítið í hlé og er að vinna að verkum sem ég hef beðið eftir að komast í talsvert lengi." Opið hús verður flutt á Rás 1 á jóladag kl. 13. Lífið Mest lesið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Lífið Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins Lífið 50+: Það sem fólk sér helst eftir á dánarbeðinum Áskorun Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið „Pylsa“ sækir í sig veðrið Lífið Kemur út sem pankynhneigð Lífið Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning Langömmulán hjá Eddu Björgvins Lífið Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Lífið Fleiri fréttir Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Sjá meira
Verkið var leiklesið hér heima hjá mér á Listahátíð í vor, í leikstjórn Kristínar Eysteinsdóttur, og svo vann ég það áfram fyrir þessa uppfærslu í útvarpinu," segir Hrafnhildur Hagalín um leikrit sitt, Opið hús, sem Útvarpsleikhúsið sendir út á jóladag. „Það breyttist töluvert í vinnslunni og við áttum í ákveðnum díalóg um þróunina, ég og Kristín leikstjóri." Hafa verk þín verið flutt í Útvarpsleikhúsinu fyrr? „Já, fyrir tveimur árum samdi ég verkið Einfarar fyrir nokkra eldri leikara og leikstýrði því sjálf. Þannig að ég kom reynslunni ríkari að þessari vinnu og gat hugsað verkið betur fyrir útvarpsmiðilinn af því ég þekkti hann." Er mikill munur á því að skrifa fyrir útvarp og svið? „Já, það er talsverður munur á því. Í útvarpi þarf að hugsa allt út frá hljóði og að búa til myndir í hugum hlustenda út frá því og textanum eingöngu. Í þessu verki er húsið miðpunkturinn og það er alltaf mikið af mismunandi hljóðum í húsum, þannig að ég byggði verkið dálítið út frá því." Um hvað fjallar verkið? „Það fjallar um fólk sem kemur að skoða hús. Þetta eru tvenn hjón, eldri hjón og yngri hjón, og svo dúkkar þarna upp líka miðaldra karlmaður. Það kemur síðan í ljós þegar líða tekur á verkið að þau tengjast öll á einn eða annan hátt." Hallur Ingólfsson semur tónlistina. Samdi hann hana sérstaklega fyrir þetta verk? „Já, hann gerði það. Hann var ekki með okkur í vor en kom inn í á seinni stigum og samdi tónlistina sérstaklega fyrir þessa útvarpsversjón." Eigum við svo von á sviðsverki frá þér fljótlega? „Já, vonandi. Ég er alveg á fullu að skrifa núna. Tók mér hlé frá þeim samstarfsverkefnum sem ég hef verið á kafi í undanfarin ár. Þannig að ég hef dregið mig dálítið í hlé og er að vinna að verkum sem ég hef beðið eftir að komast í talsvert lengi." Opið hús verður flutt á Rás 1 á jóladag kl. 13.
Lífið Mest lesið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Lífið Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins Lífið 50+: Það sem fólk sér helst eftir á dánarbeðinum Áskorun Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið „Pylsa“ sækir í sig veðrið Lífið Kemur út sem pankynhneigð Lífið Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning Langömmulán hjá Eddu Björgvins Lífið Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Lífið Fleiri fréttir Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Sjá meira