Innlent

Jólin verða í vaxandi tungli sem boðar gott

Óli Kristján Ármannsson skrifar
Ætlað er að veðurfar verði með ágætum í desember, þó svo að smávægilegar umhleypingar verði, samkvæmt spá Veðurklúbbsins á Dalbæ. Greint er frá nýrri spá klúbbsins á vef Dalvíkurbyggðar.

„Ekki er reiknað með mikilli úrkomu þó svo að slíti úr honum annað veifið,“ segir í spánni.

Bent er á að jólin verði í vaxandi tungli, sem þyki boða gott árferði. Því til áréttingar lætur klúbburinn fylgja eftirfarandi vísu:

Hátíð jóla hygg þú að,

hljóðar gamall texti.

Ársins gróða þýðir það,

ef þá er tungl í vexti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×