Lífið

30+ í tísku

Páll Óskar Hjálmtýsson.
Páll Óskar Hjálmtýsson.
Eins og sagði frá í helgarblaði Fréttarblaðsins spiluðu Helgi Björnsson og Reiðmenn vindanna á balli á laugardaginn þar sem aldurstakmarkið var 30 ár. Þetta var í fyrsta skipti sem þeir spila á balli með svo háu aldurstakmarki. Helgi og félagar voru þó ekki þeir einu sem fetuðu þessa braut á laugardaginn því poppkóngurinn Páll Óskar hélt álíka ball í Stapanum í Reykjanesbæ á sama tíma.

Páll Óskar lætur ekki þar staðar numið því á döfinni hjá honum er 30+ ball á Akureyri þann 1. desember auk þess sem hann leitar að stað til að halda slíkt ball í Reykjavík. Orðrómurinn um að þrítugsaldurinn sé hinn nýi tvítugsaldur fær klárlega byr undir báða vængi með þessu nýja aldurstakmarki á böll og virðist hreinlega vera komið í tísku að vera kominn yfir þrítugt. - trs






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.