Erlent

Mótmæltu berbrjósta í IKEA

ÞEB skrifar
Konur úr Femen í Þýskalandi mótmæla ritskoðuðum bæklingi IKEA í Sádi-Arabíu. Nordicphotos/AFP
Konur úr Femen í Þýskalandi mótmæla ritskoðuðum bæklingi IKEA í Sádi-Arabíu. Nordicphotos/AFP
Félagar í femínísku hreyfingunni Femen hafa síðustu daga staðið fyrir berbrjósta mótmælum í IKEA-verslunum í Hamborg í Þýskalandi, París í Frakklandi, Montreal í Kanada og víðar. Hópurinn vill með þessu bregðast við því að konur voru þurrkaðar út úr bæklingi IKEA í Sádi-Arabíu.

Í Hamborg máluðu Femen konurnar þýska fánann og slagorð á líkama sína og báru skilti. Mótmælin stóðu í um tíu mínútur þar til öryggisverðir stöðvuðu þau.

"Dollarar íslamista eru mikilvægari en mannleg gildi eins og frelsi og jafnrétti í augum IKEA," sögðu konurnar.

Hér fyrir neðan er síðan hægt að sjá upptöku af mótmælunum í París, Montreal og viðtal við leiðtoga Femen í Frakklandi á sjónvarpsstöðinni Al Jazeera sem endaði á óvæntan hátt.

Mótmælin í París:



Hér fyrir neðan má sjá upptöku af mótmælunum í IKEA í Montreal í Kanada:



Leiðtogi Femen í Frakklandi, Inna Shevchenko, mætti í viðtal í Al Jazeera á dögunum vegna mótmælanna. Þegar hún fór úr bolnum til að undirstrika mál sitt voru fréttamennirnir fljótir að klippa á þulinn sem tók viðtalið:




Tengdar fréttir

Konum kippt úr Ikea bæklingum

Ikea bæklingurinn lítur svipað út á flestum stöðum í heiminum. Að Saudi-Arabíu undanskilinni. Þar hafa konur og stúlkubörn verið fjarlægðar úr myndbæklingi verslunarinnar. Meira að segja kvenkyns hönnuður hefur verið fjarlægður úr blaðinu. En eins og flestir vita eru reglur Saudi-Arabíu ákaflega strangar í garð kvenna þar sem þær mega hvorki aka bifreiðum né ganga einar úti á götu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×