Fáránlegur metnaður 27. október 2012 15:00 POppfræðingur Dr. Gunni heldur á fjórða kílói af nýrri sögu íslenskrar dægurtónlistar á lofti.fréttablaðið/GVA Poppfræðingurinn Dr. Gunni hefur ritað sögu íslenskrar dægurtónlistar í bókinni Stuð vors lands. „Ég veit ekki hvað ætti að vera meira töff en þetta," veltir Dr. Gunni fyrir sér um Stuð vors lands, spánnýja bók hans um sögu dægurtónlistar á Íslandi. Bókin er að sönnu í veglegum umbúðum, kassa sem er í líki vínylplötu, og vega herlegheitin á fjórða kíló. „Þetta er auðvitað fáránlegur metnaður. Hin bókin var ekki nema eitt og hálft kíló og forljót að auki, þar sem einhver bleik slikja hafði verið sett yfir aðra hvora mynd. Í þetta sinn vildi ég gera þetta svo vel að það þyrfti ekki að gefa út aðra svona bók næstu fimmtíu árin. Ég ákvað að gefa út flottustu bók sem hefur komið út á Íslandi," bætir poppfræðingurinn við og minnist sérstaklega á þátt hönnuðarins Hrafns Gunnarssonar í útlitinu, en sá er líka mikill tónlistaráhugamaður. „Bókin myndi ekki líta svona vel út ef Hrafn væri áhugamaður um fluguhnýtingar." Með „hinni bókinni" á Gunni við Eru ekki allir í stuði?, bók sína frá árinu 2001, en þá var undirtitillinn „Saga rokks á Íslandi á síðustu öld". „Þannig komst ég upp með að sleppa ýmsu sem flokkast ekki beint undir rokk, en nú er skilgreiningin mun víðari: Saga dægurtónlistar á Íslandi. Allur textinn úr hinni bókinni er í nýju bókinni, en harkalega endurskrifaður, og svo hef ég bætt við gríðarlega miklu efni í báðar áttir. Ég var að bæta inn nýju efni alveg þar til bókin fór í prentun og náði í rassgatið á Of Monsters and Men, Ásgeiri Trausta og fleirum. Skemmtilegast fannst mér samt að færa tímabilið aftur í aldir. Þarsíðasta sumar heimsótti ég mesta safnara 78-snúninga platna á landinu, Sigurjón Samúelsson sem býr afskekkt í Ísafjarðardjúpi, og sat hjá honum í marga klukkutíma að hlusta á íslenska tónlist sem ég hafði hvorki heyrt né haft áhuga á. Þannig opnaðist fyrsti kafli bókarinnar upp fyrir mér. Það er allt þarna, harmóníkutónlist, fusion, Ríó tríó og svo framvegis. Fílingurinn í poppskrifum hefur verið á þann veg að ekkert hafi verið til áður en Elvis kom, en það er auðvitað ekki rétt. Það verður ekkert til úr engu, nema kannski alheimurinn," segir Dr. Gunni, sem fagnar útkomu Stuðs vors lands í Bókabúð Máls og menningar á Laugavegi föstudaginn 2. nóvember næstkomandi. kjartan@frettabladid.is Lífið Mest lesið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Retinól-salat tekur yfir TikTok Matur Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Lífið Þakkargjörðarveisla að hætti Evu Laufeyjar Matur Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt Menning Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Lífið Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð Lífið Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Lífið Fleiri fréttir Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Sjá meira
Poppfræðingurinn Dr. Gunni hefur ritað sögu íslenskrar dægurtónlistar í bókinni Stuð vors lands. „Ég veit ekki hvað ætti að vera meira töff en þetta," veltir Dr. Gunni fyrir sér um Stuð vors lands, spánnýja bók hans um sögu dægurtónlistar á Íslandi. Bókin er að sönnu í veglegum umbúðum, kassa sem er í líki vínylplötu, og vega herlegheitin á fjórða kíló. „Þetta er auðvitað fáránlegur metnaður. Hin bókin var ekki nema eitt og hálft kíló og forljót að auki, þar sem einhver bleik slikja hafði verið sett yfir aðra hvora mynd. Í þetta sinn vildi ég gera þetta svo vel að það þyrfti ekki að gefa út aðra svona bók næstu fimmtíu árin. Ég ákvað að gefa út flottustu bók sem hefur komið út á Íslandi," bætir poppfræðingurinn við og minnist sérstaklega á þátt hönnuðarins Hrafns Gunnarssonar í útlitinu, en sá er líka mikill tónlistaráhugamaður. „Bókin myndi ekki líta svona vel út ef Hrafn væri áhugamaður um fluguhnýtingar." Með „hinni bókinni" á Gunni við Eru ekki allir í stuði?, bók sína frá árinu 2001, en þá var undirtitillinn „Saga rokks á Íslandi á síðustu öld". „Þannig komst ég upp með að sleppa ýmsu sem flokkast ekki beint undir rokk, en nú er skilgreiningin mun víðari: Saga dægurtónlistar á Íslandi. Allur textinn úr hinni bókinni er í nýju bókinni, en harkalega endurskrifaður, og svo hef ég bætt við gríðarlega miklu efni í báðar áttir. Ég var að bæta inn nýju efni alveg þar til bókin fór í prentun og náði í rassgatið á Of Monsters and Men, Ásgeiri Trausta og fleirum. Skemmtilegast fannst mér samt að færa tímabilið aftur í aldir. Þarsíðasta sumar heimsótti ég mesta safnara 78-snúninga platna á landinu, Sigurjón Samúelsson sem býr afskekkt í Ísafjarðardjúpi, og sat hjá honum í marga klukkutíma að hlusta á íslenska tónlist sem ég hafði hvorki heyrt né haft áhuga á. Þannig opnaðist fyrsti kafli bókarinnar upp fyrir mér. Það er allt þarna, harmóníkutónlist, fusion, Ríó tríó og svo framvegis. Fílingurinn í poppskrifum hefur verið á þann veg að ekkert hafi verið til áður en Elvis kom, en það er auðvitað ekki rétt. Það verður ekkert til úr engu, nema kannski alheimurinn," segir Dr. Gunni, sem fagnar útkomu Stuðs vors lands í Bókabúð Máls og menningar á Laugavegi föstudaginn 2. nóvember næstkomandi. kjartan@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Retinól-salat tekur yfir TikTok Matur Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Lífið Þakkargjörðarveisla að hætti Evu Laufeyjar Matur Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt Menning Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Lífið Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð Lífið Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Lífið Fleiri fréttir Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Sjá meira