Hakka í 24 annasama tíma 26. október 2012 11:00 Skipuleggjendurnir Karl Tryggvason, Andie Nordgren og Johan Uhle standa að baki Music Hack Day á Íslandi. Fréttablaðið/Anton Nýsköpunarviðburðurinn Music Hack day tengir saman tónlist og tækni. Hann er haldinn í fyrsta sinn á Íslandi um helgina. "Við erum ekki að tala um hakk í þeim skilningi að við séum að hakka okkur inn í eitthvað, heldur að fólk sé að hakka saman eitthvað nýtt. Við erum ekki að brjóta nein lög, nema þá kannski tónlistar-lögin sjálf, þau verða eflaust brotin töluvert upp," segir Karl Tryggvason kíminn. Karl er einn þeirra sem fara fyrir Music Hack-deginum í Háskólanum í Reykjavík um helgina. Music Hack-dagurinn er alþjóðlegur nýsköpunarviðburður tengdur tónlist og tækni. Hann er nú haldinn á Íslandi í fyrsta skipti, en sams konar viðburðir hafa verið haldnir um allan heim frá árinu 2009. "Þetta er svo ungt allt saman og dagurinn enn að mótast. Þessi viðburður gengur í stuttu máli út á að leiða saman forritara og listamenn til þess að smíða einhverja nýjung á sviði tónlistar og tækni," segir Karl. Sem dæmi tekur hann regnhlíf sem eitt sinn var búin til á slíkum degi og spilar lag í hvert sinn sem á hana fellur regn. Fólk fær 24 tíma til að búa til raunverulega afurð úr hugmyndunum sínum og algengast er að fólk vinni saman í hópum. Hóparnir eru yfirleitt settir saman af fólki úr mismunandi geirum, til dæmis er þar oft að finna aðila sem hefur mikið vit á tækni og annan sem hefur meira vit á tónlist. "Þetta eru annasamir klukkutímar og þeir allra hörðustu sofa ekki neitt. Það er ekki heilbrigðasti lífsstíllinn en hvað gerir maður ekki fyrir listina," segir Karl. Nú þegar hafa um 100 manns skráð sig til leiks og síðustu sætin rjúka út. "Af þessum hundrað sem eru skráðir eru á milli 60 og 70 útlendingar. Flestir þeirra koma til landsins sérstaklega til að taka þátt. Núna er staðan þannig að lítið pláss er eftir fyrir Íslendingana sem eiga það til að gera hlutina alltaf á síðustu stundu," segir Karl. Viðburðurinn verður haldinn í Háskólanum í Reykjavík frá morgundeginum og þar til á sunnudag. Á sunnudaginn klukkan 15 er svo öllum velkomið að kíkja inn og kynnast afurðum helgarinnar.- trs Lífið Mest lesið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Tíska og hönnun „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Lífið Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið Er Rihanna best klædda mamma allra tíma? Tíska og hönnun Fleiri fréttir Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Sjá meira
Nýsköpunarviðburðurinn Music Hack day tengir saman tónlist og tækni. Hann er haldinn í fyrsta sinn á Íslandi um helgina. "Við erum ekki að tala um hakk í þeim skilningi að við séum að hakka okkur inn í eitthvað, heldur að fólk sé að hakka saman eitthvað nýtt. Við erum ekki að brjóta nein lög, nema þá kannski tónlistar-lögin sjálf, þau verða eflaust brotin töluvert upp," segir Karl Tryggvason kíminn. Karl er einn þeirra sem fara fyrir Music Hack-deginum í Háskólanum í Reykjavík um helgina. Music Hack-dagurinn er alþjóðlegur nýsköpunarviðburður tengdur tónlist og tækni. Hann er nú haldinn á Íslandi í fyrsta skipti, en sams konar viðburðir hafa verið haldnir um allan heim frá árinu 2009. "Þetta er svo ungt allt saman og dagurinn enn að mótast. Þessi viðburður gengur í stuttu máli út á að leiða saman forritara og listamenn til þess að smíða einhverja nýjung á sviði tónlistar og tækni," segir Karl. Sem dæmi tekur hann regnhlíf sem eitt sinn var búin til á slíkum degi og spilar lag í hvert sinn sem á hana fellur regn. Fólk fær 24 tíma til að búa til raunverulega afurð úr hugmyndunum sínum og algengast er að fólk vinni saman í hópum. Hóparnir eru yfirleitt settir saman af fólki úr mismunandi geirum, til dæmis er þar oft að finna aðila sem hefur mikið vit á tækni og annan sem hefur meira vit á tónlist. "Þetta eru annasamir klukkutímar og þeir allra hörðustu sofa ekki neitt. Það er ekki heilbrigðasti lífsstíllinn en hvað gerir maður ekki fyrir listina," segir Karl. Nú þegar hafa um 100 manns skráð sig til leiks og síðustu sætin rjúka út. "Af þessum hundrað sem eru skráðir eru á milli 60 og 70 útlendingar. Flestir þeirra koma til landsins sérstaklega til að taka þátt. Núna er staðan þannig að lítið pláss er eftir fyrir Íslendingana sem eiga það til að gera hlutina alltaf á síðustu stundu," segir Karl. Viðburðurinn verður haldinn í Háskólanum í Reykjavík frá morgundeginum og þar til á sunnudag. Á sunnudaginn klukkan 15 er svo öllum velkomið að kíkja inn og kynnast afurðum helgarinnar.- trs
Lífið Mest lesið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Tíska og hönnun „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Lífið Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið Er Rihanna best klædda mamma allra tíma? Tíska og hönnun Fleiri fréttir Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Sjá meira