Karadzic segist eiga skilin verðlaun frekar en refsingu 16. október 2012 23:45 Sakborningurinn var afar brosmildur í réttarsalnum og virtist afslappaður. nordicphotos/AFP Radovan Karadzic, fyrrverandi leiðtogi Bosníu-Serba, lýsir yfir sakleysi sínu. Hann hóf í gær málsvörn sína fyrir stríðsglæpadómstól í Haag. Hann sætir ákærum fyrir stríðsglæpi, þjóðarmorð og glæpi gegn mannkyni. „Í staðinn fyrir að vera ásakaður fyrir atburði í stríði okkar, þá ætti ég að fá verðlaun fyrir allt það góða sem ég hef gert,“ sagði Radovan Karadzic, fyrrverandi leiðtogi Bosníu-Serba, þegar hann hóf málsvörn sína fyrir stríðsglæpadómstól í Hollandi. „Allir sem þekkja mig vita að ég er enginn einvaldur, ég er ekki árásargjarn, ég er ekki óbilgjarn,“ sagði Karadzic. „Þvert á móti er ég mildur maður, umburðarlyndur og hef mikla hæfileika til að sýna öðrum skilning.“ Karadzic er meðal annars ákærður fyrir þjóðarmorð og glæpi gegn mannkyni. Hann er sagður hafa skipulagt ofsóknarherferðir gegn múslímum og Króötum í Bosníu allt frá árinu 1992 til ársins 1995, þegar ofsóknirnar náðu hámarki í fjöldamorðunum í Srebrenica. Karadzic sagðist saklaus af öllu þessu: „Ég gerði allt sem í mannlegu valdi stendur til þess að koma í veg fyrir stríðið,“ sagði hann. „Mér tókst að draga úr þjáningum almennings.“ Hann fékk níutíu mínútur til að verja gerðir sínar í gær áður en réttarhöldin héldu áfram. Hann virtist afslappaður og brosti óspart. Meðal annars fullyrti hann að sum af verstu voðaverkum Bosníu-stríðsins hefðu skipulögð af öðrum en Serbum, og þá í þeim tilgangi að snúa áliti almennings gegn Serbum. Þetta segir hann meðal annars hafa átt við um tvær sprengjuárásir á markaðstorgið í Sarajevó árið 1994 og 1995. Hann sagðist unna borginni Sarajevó og að allar árásir á borgina hefðu sært sig illa. Fyrri sprengjuárásina sagði hann „útfærða af algjöru samviskuleysi“. „Auðvitað dó fólk í þeirri sprengingu en við sáum líka að gínum var fleygt á vöruflutningabíla til að búa til þessa sýningu handa umheiminum,“ sagði Karadzic í gær.gudsteinn@frettabladid.is Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Fleiri fréttir Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sjá meira
Radovan Karadzic, fyrrverandi leiðtogi Bosníu-Serba, lýsir yfir sakleysi sínu. Hann hóf í gær málsvörn sína fyrir stríðsglæpadómstól í Haag. Hann sætir ákærum fyrir stríðsglæpi, þjóðarmorð og glæpi gegn mannkyni. „Í staðinn fyrir að vera ásakaður fyrir atburði í stríði okkar, þá ætti ég að fá verðlaun fyrir allt það góða sem ég hef gert,“ sagði Radovan Karadzic, fyrrverandi leiðtogi Bosníu-Serba, þegar hann hóf málsvörn sína fyrir stríðsglæpadómstól í Hollandi. „Allir sem þekkja mig vita að ég er enginn einvaldur, ég er ekki árásargjarn, ég er ekki óbilgjarn,“ sagði Karadzic. „Þvert á móti er ég mildur maður, umburðarlyndur og hef mikla hæfileika til að sýna öðrum skilning.“ Karadzic er meðal annars ákærður fyrir þjóðarmorð og glæpi gegn mannkyni. Hann er sagður hafa skipulagt ofsóknarherferðir gegn múslímum og Króötum í Bosníu allt frá árinu 1992 til ársins 1995, þegar ofsóknirnar náðu hámarki í fjöldamorðunum í Srebrenica. Karadzic sagðist saklaus af öllu þessu: „Ég gerði allt sem í mannlegu valdi stendur til þess að koma í veg fyrir stríðið,“ sagði hann. „Mér tókst að draga úr þjáningum almennings.“ Hann fékk níutíu mínútur til að verja gerðir sínar í gær áður en réttarhöldin héldu áfram. Hann virtist afslappaður og brosti óspart. Meðal annars fullyrti hann að sum af verstu voðaverkum Bosníu-stríðsins hefðu skipulögð af öðrum en Serbum, og þá í þeim tilgangi að snúa áliti almennings gegn Serbum. Þetta segir hann meðal annars hafa átt við um tvær sprengjuárásir á markaðstorgið í Sarajevó árið 1994 og 1995. Hann sagðist unna borginni Sarajevó og að allar árásir á borgina hefðu sært sig illa. Fyrri sprengjuárásina sagði hann „útfærða af algjöru samviskuleysi“. „Auðvitað dó fólk í þeirri sprengingu en við sáum líka að gínum var fleygt á vöruflutningabíla til að búa til þessa sýningu handa umheiminum,“ sagði Karadzic í gær.gudsteinn@frettabladid.is
Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Fleiri fréttir Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sjá meira