Hrekja fólk af heimilum Guðsteinn skrifar 12. október 2012 00:00 Sveitarfélög reyna að bæta skuldastöðu sína með því að eigna sér land og selja til verktaka.nordicphotos/AFP Þann 3. mars árið 2010 varð sjötug kona, Wang Cuiyan að nafni, undir skurðgröfu þegar nokkrir tugir verkamanna unnu að því að rífa niður hús hennar í borginni Wuhan í Hubei-héraði í Kína. Í rauninni var hún grafin lifandi. Í nýrri 85 blaðsíðna langri skýrslu frá mannréttindasamtökunum Amnesty International eru tilgreind dæmi um níu manns sem létu lífið þegar reynt var að flytja þá nauðuga burt af heimilum sínum. Þar kemur fram að á síðustu árum hafi milljónir manna verið hraktar burt af heimilum sínum í Kína vegna þess að rífa þurfti heilu hverfin til að rýma fyrir nýframkvæmdum. „Þrátt fyrir að alþjóðasamfélagið hafi fylgst með og fordæmt slík mannréttindabrot í tengslum við undirbúninginn fyrir Ólympíuleikana árið 2008, þá hefur nauðungarflutningum fjölgað á síðustu þremur árum,“ segir í skýrslunni. Kafað er ofan í fjörutíu dæmi um nauðungarflutninga fólks af heimilum sínum á árunum 2009 til 2011. Alls staðar kom til átaka í tengslum við mótmæli íbúa gegn flutningnum. Þá er tilgreint 41 dæmi um að fólk hafi kveikt í sjálfu sér til að mótmæla nauðungarflutningum. Oftast eru það yfirvöld í sveitarfélögum sem ganga svona hart fram gegn fólki. Fyrst er reynt að hrekja fólk burt af heimilunum með stöðugu áreiti, fangavist og barsmíðum. Ástæðan fyrir hörkunni sem íbúunum er sýnd virðist vera sú að sveitarfélögin hafa stofnað sér í skuldir og reyna síðan að ná niður skuldunum með því að eigna sér land, sem síðan er selt eða leigt verktökum undir nýbyggingar. Kínastjórn hefur óspart ýtt undir þetta framferði sveitarfélaganna með því að verðlauna og styðja til dáða sveitarstjórnarmenn sem geta sýnt fram á efnahagslegan ávinning í reikningum sveitarfélaganna, alveg án tillits til þess hvaða meðulum er beitt til að bæta efnahagsstöðuna. Í skýrslunni kemur fram að Wen Jiabao forsætisráðherra og fleiri kínverskir ráðamenn hafi áttað sig á því að þetta er alvarlegt vandamál. Aðrir ráðamenn hafi hins vegar reynt að gera lítið úr vandanum og jafnvel sagt mannréttindabrotin nauðsynlegan fórnarkostnað í þágu framfara landsins. Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fleiri fréttir Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Sjá meira
Þann 3. mars árið 2010 varð sjötug kona, Wang Cuiyan að nafni, undir skurðgröfu þegar nokkrir tugir verkamanna unnu að því að rífa niður hús hennar í borginni Wuhan í Hubei-héraði í Kína. Í rauninni var hún grafin lifandi. Í nýrri 85 blaðsíðna langri skýrslu frá mannréttindasamtökunum Amnesty International eru tilgreind dæmi um níu manns sem létu lífið þegar reynt var að flytja þá nauðuga burt af heimilum sínum. Þar kemur fram að á síðustu árum hafi milljónir manna verið hraktar burt af heimilum sínum í Kína vegna þess að rífa þurfti heilu hverfin til að rýma fyrir nýframkvæmdum. „Þrátt fyrir að alþjóðasamfélagið hafi fylgst með og fordæmt slík mannréttindabrot í tengslum við undirbúninginn fyrir Ólympíuleikana árið 2008, þá hefur nauðungarflutningum fjölgað á síðustu þremur árum,“ segir í skýrslunni. Kafað er ofan í fjörutíu dæmi um nauðungarflutninga fólks af heimilum sínum á árunum 2009 til 2011. Alls staðar kom til átaka í tengslum við mótmæli íbúa gegn flutningnum. Þá er tilgreint 41 dæmi um að fólk hafi kveikt í sjálfu sér til að mótmæla nauðungarflutningum. Oftast eru það yfirvöld í sveitarfélögum sem ganga svona hart fram gegn fólki. Fyrst er reynt að hrekja fólk burt af heimilunum með stöðugu áreiti, fangavist og barsmíðum. Ástæðan fyrir hörkunni sem íbúunum er sýnd virðist vera sú að sveitarfélögin hafa stofnað sér í skuldir og reyna síðan að ná niður skuldunum með því að eigna sér land, sem síðan er selt eða leigt verktökum undir nýbyggingar. Kínastjórn hefur óspart ýtt undir þetta framferði sveitarfélaganna með því að verðlauna og styðja til dáða sveitarstjórnarmenn sem geta sýnt fram á efnahagslegan ávinning í reikningum sveitarfélaganna, alveg án tillits til þess hvaða meðulum er beitt til að bæta efnahagsstöðuna. Í skýrslunni kemur fram að Wen Jiabao forsætisráðherra og fleiri kínverskir ráðamenn hafi áttað sig á því að þetta er alvarlegt vandamál. Aðrir ráðamenn hafi hins vegar reynt að gera lítið úr vandanum og jafnvel sagt mannréttindabrotin nauðsynlegan fórnarkostnað í þágu framfara landsins.
Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fleiri fréttir Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Sjá meira