Ósammála um tilurð "Já sæll!“-frasans í Vöktunum 26. september 2012 10:00 Já sæll! Ólafur Ragnar fór hamförum með frösunum sínum í Vaktaseríunum þremur. Jón Gunnar Geirdal hefur iðulega verið nefndur maðurinn á bak við þá og hlotið viðurnefnið frasakóngurinn. Ragnar Bragason leikstjóri segir flesta frasana hafa orðið til á handritsfundum. „Það er fullgróft að halda því fram að Jón Gunnar eigi alla frasana sem hrjóta af vörum Ólafs Ragnars í Vaktaseríunni. Pétur Jóhann hitti hann á einum fundi og fékk ráðgjöf en stærstur hluti frasanna varð bara til á handritsfundum," segir Ragnar Bragason, leikstjóri og einn handritshöfunda Vaktaseríunnar sívinsælu. Ragnar setti stöðuuppfærslu á Facebook-síðu sína á mánudag þar sem hann kveðst orðinn þreyttur á þeim misskilningi fjölmiðla að markaðsmaðurinn Jón Gunnar Geirdal eigi heiðurinn af öllum frösum Næturvaktarinnar. Jón Gunnar hefur víða verið nefndur höfundur frasanna frá því þættirnir hófu göngu sína árið 2007 og síðast var minnst á það í frétt á Mbl.is fyrir helgi. Nefnir Ragnar sem dæmi einn þekktasta frasa seríanna, „já sæll!," sem er einkennandi fyrir karakterinn Ólaf Ragnar (sem leikinn er af Pétri Jóhanni Sigfússyni). „Þetta er Garðabæjarfrasi sem ég fékk frá Þóri Snæ Sigurjónssyni [kvikmyndaframleiðanda hjá Zik Zak] vini mínum. Hann og hans vinahópur hafa notað þennan frasa óspart síðustu fimmtán ár og eiga hann skuldlaust," segir Ragnar. Jón Gunnar er ósammála Ragnari um uppruna „Já sæll"-frasans og nefnir einmitt hann sem einn af sínum. „Ég á alls ekkert alla frasana í Vöktunum en ég á vissulega nokkra góða eins og „eigum við að ræða það eitthvað", „já sæll!", „guggur" og fleira," segir Jón Gunnar. „Ég hef djókað með það að ég eigi bara þessa fyndnustu og skemmtilegustu frasa," bætir hann við og hlær. Hann segir þá Pétur Jóhann hafa þekkst í mörg ár og vera góða vini. Þeir hafi því hist á einum fundi og Jón Gunnar komið með tillögur, enda þekktur fyrir frasanotkun í sínu daglega lífi. „Fólk sem þekkir mig sér það alveg að karakterinn er að hluta til byggður á mér og því hvernig ég tala," segir hann. Hann telur viðurnefnið frasakóngur þó ekki endilega tengjast Vaktarseríunum. „Ég hef þótt orðheppinn og tel þetta komið til vegna þess. Ég á í það minnsta engan heiður af þessum stórkostlegu seríum, enda kom ég ekki nálægt neinni handritagerð," útskýrir hann. Jón Gunnar segir þó um níutíu prósent þeirra frasa sem hann bar á borð hafa ratað í handrit þáttanna á einhverjum tímapunkti. „Ef ég væri í Ameríku og hefði átt einkarétt á þessum stærstu frösum væri ég líklega hallandi mér aftur í sólstól með regnhlíf í glasinu mínu um þessar mundir." tinnaros@frettabladid.is Lífið Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Laufey á lista Obama Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Pete orðinn pabbi Lífið Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Menning Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Lífið Fleiri fréttir Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Sjá meira
„Það er fullgróft að halda því fram að Jón Gunnar eigi alla frasana sem hrjóta af vörum Ólafs Ragnars í Vaktaseríunni. Pétur Jóhann hitti hann á einum fundi og fékk ráðgjöf en stærstur hluti frasanna varð bara til á handritsfundum," segir Ragnar Bragason, leikstjóri og einn handritshöfunda Vaktaseríunnar sívinsælu. Ragnar setti stöðuuppfærslu á Facebook-síðu sína á mánudag þar sem hann kveðst orðinn þreyttur á þeim misskilningi fjölmiðla að markaðsmaðurinn Jón Gunnar Geirdal eigi heiðurinn af öllum frösum Næturvaktarinnar. Jón Gunnar hefur víða verið nefndur höfundur frasanna frá því þættirnir hófu göngu sína árið 2007 og síðast var minnst á það í frétt á Mbl.is fyrir helgi. Nefnir Ragnar sem dæmi einn þekktasta frasa seríanna, „já sæll!," sem er einkennandi fyrir karakterinn Ólaf Ragnar (sem leikinn er af Pétri Jóhanni Sigfússyni). „Þetta er Garðabæjarfrasi sem ég fékk frá Þóri Snæ Sigurjónssyni [kvikmyndaframleiðanda hjá Zik Zak] vini mínum. Hann og hans vinahópur hafa notað þennan frasa óspart síðustu fimmtán ár og eiga hann skuldlaust," segir Ragnar. Jón Gunnar er ósammála Ragnari um uppruna „Já sæll"-frasans og nefnir einmitt hann sem einn af sínum. „Ég á alls ekkert alla frasana í Vöktunum en ég á vissulega nokkra góða eins og „eigum við að ræða það eitthvað", „já sæll!", „guggur" og fleira," segir Jón Gunnar. „Ég hef djókað með það að ég eigi bara þessa fyndnustu og skemmtilegustu frasa," bætir hann við og hlær. Hann segir þá Pétur Jóhann hafa þekkst í mörg ár og vera góða vini. Þeir hafi því hist á einum fundi og Jón Gunnar komið með tillögur, enda þekktur fyrir frasanotkun í sínu daglega lífi. „Fólk sem þekkir mig sér það alveg að karakterinn er að hluta til byggður á mér og því hvernig ég tala," segir hann. Hann telur viðurnefnið frasakóngur þó ekki endilega tengjast Vaktarseríunum. „Ég hef þótt orðheppinn og tel þetta komið til vegna þess. Ég á í það minnsta engan heiður af þessum stórkostlegu seríum, enda kom ég ekki nálægt neinni handritagerð," útskýrir hann. Jón Gunnar segir þó um níutíu prósent þeirra frasa sem hann bar á borð hafa ratað í handrit þáttanna á einhverjum tímapunkti. „Ef ég væri í Ameríku og hefði átt einkarétt á þessum stærstu frösum væri ég líklega hallandi mér aftur í sólstól með regnhlíf í glasinu mínu um þessar mundir." tinnaros@frettabladid.is
Lífið Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Laufey á lista Obama Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Pete orðinn pabbi Lífið Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Menning Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Lífið Fleiri fréttir Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Sjá meira