Ótrúlega góðhjörtuð sál 31. ágúst 2012 10:00 Fjölskyldan samankomin Ari, Linda og Humar stilla sér upp fyrir jólakort fjölskyldunnar í fyrra.Mynd/fríður Eggertsdóttir „Humar kom inn í líf okkar fyrir þremur árum og á einmitt afmæli á morgun. Við fundum hann inni í skáp en þangað hafði hann flækst í flutningum og mátti dúsa þar einn og yfirgefinn í nokkurn tíma. Þegar við svo fundum hann var það ást við fyrstu sýn og hann hefur búið hjá okkur síðan þá og er mikill gleðigjafi," segja Linda Guðrún Karlsdóttir og Ari Eldjárn um Humar Linduson Eldjárn, sem varð landsþekktur á skömmum tíma fyrir skemmtilegar færslur á Facebook. Vinasíða Humars var stofnuð í febrúar árið 2010 og lengi vel átti hann aðeins 200 vini en í vor tók síðan óvæntan kipp og fyrir stuttu var vinatala Humars komin upp í fimm þúsund. „Hann var algerlega í skýjunum og það kom ekkert annað til greina hjá honum en að láta alla vini sína vita hvað þeir væru honum mikilvægir svo hann þakkaði þeim persónulega í þriggja klukkutíma langri þakkarræðu," segja þau. Það tók um tíu klukkustundir að taka upp umrædda þakkarræðu og að sögn Ara tók það verulega á raddböndin að lesa upp öll 5000 nöfnin. „Rödd Humars er verulega óþægileg fyrir hálsinn og oft þarf hann ekki að tala nema í nokkrar mínútur til að framkalla hæsi og raddleysi. En hann vill allt gera fyrir vini sína og með vatnsflösku og viljastyrk tókst þetta einhvern veginn." Innt eftir því hvort það fari ekki mikil vinna í að halda Facebook-síðu Humars virkri svara þau játandi. „Þetta er eins og tuttugu prósenta hlutastarf. Hann leggur mikið upp úr því að svara öllum. Við spyrjum Humar stundum hvernig hann nenni að standa í þessu en þá lítur hann hneykslaður upp frá tölvunni og segir: „tessir vera vinir med Humar!" – svo heldur hann bara áfram." Ari og Linda segja vinsældir Humars hafa komið þeim töluvert á óvart en að það hafi glatt þau að annað fólk skuli einnig hafa gaman af Humri. „Hann er ótrúlega góðhjörtuð og einlæg sál en getur líka reiðst mjög auðveldlega ef að honum er vegið og hikar ekki við að klípa frá sér. Stafsetningin og málfarið hans Humars eiga ábyggilega líka sinn þátt í vinsældum hans og svo röddin. En það sem gerir síðuna hans skemmtilega er fyrst og fremst allt humartengda efnið sem vinir hans hafa póstað á vegginn hans í gegnum tíðina." Þegar þau eru að lokum spurð út í framtíðaráform Humars segja þau framtíðina óráðna. „Draumurinn er að gera litla hljómplötu og jafnvel stuttar teiknimyndir." sara@frettabladid.is Lífið Mest lesið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Retinól-salat tekur yfir TikTok Matur Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Þakkargjörðarveisla að hætti Evu Laufeyjar Matur Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Lífið Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Lífið Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Lífið Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt Menning Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð Lífið Fleiri fréttir Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Sjá meira
„Humar kom inn í líf okkar fyrir þremur árum og á einmitt afmæli á morgun. Við fundum hann inni í skáp en þangað hafði hann flækst í flutningum og mátti dúsa þar einn og yfirgefinn í nokkurn tíma. Þegar við svo fundum hann var það ást við fyrstu sýn og hann hefur búið hjá okkur síðan þá og er mikill gleðigjafi," segja Linda Guðrún Karlsdóttir og Ari Eldjárn um Humar Linduson Eldjárn, sem varð landsþekktur á skömmum tíma fyrir skemmtilegar færslur á Facebook. Vinasíða Humars var stofnuð í febrúar árið 2010 og lengi vel átti hann aðeins 200 vini en í vor tók síðan óvæntan kipp og fyrir stuttu var vinatala Humars komin upp í fimm þúsund. „Hann var algerlega í skýjunum og það kom ekkert annað til greina hjá honum en að láta alla vini sína vita hvað þeir væru honum mikilvægir svo hann þakkaði þeim persónulega í þriggja klukkutíma langri þakkarræðu," segja þau. Það tók um tíu klukkustundir að taka upp umrædda þakkarræðu og að sögn Ara tók það verulega á raddböndin að lesa upp öll 5000 nöfnin. „Rödd Humars er verulega óþægileg fyrir hálsinn og oft þarf hann ekki að tala nema í nokkrar mínútur til að framkalla hæsi og raddleysi. En hann vill allt gera fyrir vini sína og með vatnsflösku og viljastyrk tókst þetta einhvern veginn." Innt eftir því hvort það fari ekki mikil vinna í að halda Facebook-síðu Humars virkri svara þau játandi. „Þetta er eins og tuttugu prósenta hlutastarf. Hann leggur mikið upp úr því að svara öllum. Við spyrjum Humar stundum hvernig hann nenni að standa í þessu en þá lítur hann hneykslaður upp frá tölvunni og segir: „tessir vera vinir med Humar!" – svo heldur hann bara áfram." Ari og Linda segja vinsældir Humars hafa komið þeim töluvert á óvart en að það hafi glatt þau að annað fólk skuli einnig hafa gaman af Humri. „Hann er ótrúlega góðhjörtuð og einlæg sál en getur líka reiðst mjög auðveldlega ef að honum er vegið og hikar ekki við að klípa frá sér. Stafsetningin og málfarið hans Humars eiga ábyggilega líka sinn þátt í vinsældum hans og svo röddin. En það sem gerir síðuna hans skemmtilega er fyrst og fremst allt humartengda efnið sem vinir hans hafa póstað á vegginn hans í gegnum tíðina." Þegar þau eru að lokum spurð út í framtíðaráform Humars segja þau framtíðina óráðna. „Draumurinn er að gera litla hljómplötu og jafnvel stuttar teiknimyndir." sara@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Retinól-salat tekur yfir TikTok Matur Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Þakkargjörðarveisla að hætti Evu Laufeyjar Matur Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Lífið Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Lífið Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Lífið Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt Menning Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð Lífið Fleiri fréttir Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Sjá meira