Pistillinn: Kostir þess að tapa Eiríkur Stefán Ásgeirsson í London skrifar 2. ágúst 2012 08:00 Frá öðrum leikjanna umdeildu í gær. Mynd/Valli Pierre de Coubertin, faðir Ólympíuleika nútímans, sagði ávallt að það mikilvæga við Ólympíuleika væri ekki að vinna, heldur að taka þátt og að gera sitt besta. Það kom því ekki á óvart að átta badmintonkonum var vikið úr keppni á leikunum í gær. Um er að ræða fjögur pör í tvíliðaleik kvenna – tvö frá Suður-Kóreu, eitt frá Indónesíu og eitt frá Kína – sem öll lögðu sig fram við að tapa viðureignum sínum í fyrradag. Í reglum Alþjóðabadmintonsambandsins eru reglur sem kveða á um að leikmenn skuli ávallt gera sitt besta til að vinna leiki. Voru viðkomandi keppendur fundnir sekir um brot á þessari reglugerð og því vikið úr leik. Allt hófst þetta á því að danskt par vann afar óvæntan sigur á þeim Tian og Zhao frá Kína í D-riðli snemma dags á þriðjudaginn. Kínverska parið er í öðru sæti heimslistans og kom því sigur Dananna mjög á óvart. Aðeins tvö lið frá hverju landi mega keppa í hverri grein og hitt kínverska parið á leikunum er einmitt í efsta sæti heimslistans. Vegna taps þeirra Tian og Zhao var sú staða komin upp að Kínverjarnir myndu mætast í undanúrslitum – ekki úrslitum. Þar lá hundurinn grafinn. Þess vegna reyndi hitt kínverska parið (það sem er í efsta sæti heimstans) líka að tapa viðureign til að reyna að rétta skekkjuna af, ef svo má að orði komast. Parið sem þau mættu vildi samt líka tapa, því þannig hefðu Kínverjarnir mæst innbyrðis í undanúrslitum og viðkomandi ættu því greiða leið í úrslitin. Allt þetta hafði svo áhrif á aðra viðureign, á milli pars frá Suður-Kóreu og Indónesíu, því skyndilega var sú staða komin upp að sigurvegarar þeirrar viðureignar myndu mæta besta pari heims í 8-liða úrslitum. Möguleikarnir á verðlaunapening væru nánast úr sögunni með sigri. Það var sú viðureign sem var á undan leik Rögnu Ingólfsdóttur á leikunum í fyrrakvöld og ég fylgdist með, nánast gapandi. Það var með ólíkindum að sjá bestu badmintonkonur heims svara skoti sem var augljóslega á leiðinni út af og þykjast svo vera fúlar þegar þær gáfu frá sér stig með því að þrykkja í netið. Auðvitað var ekkert annað hægt í stöðunni en að vísa þeim frá keppni. Badmintoníþróttin var skyndilega komin í sviðsljós Ólympíuleikanna hér úti enda greint frá þessu í öllum helstu fjölmiðlum heims. Auðvitað má segja að keppnisfyrirkomulagið hafi boðið hættunni heim en keppendur á Ólympíuleikum eiga þó að geta sagt sér að sú iðja að tapa viljandi sé ekki vænleg til árangurs. Það sem eftir situr er þó kínverska parið Thian og Zhao sem tapaði óviljandi fyrir danska parinu. Það er nú langlíklegast til að hirða gull í greininni og sýnir þannig svo ekki verður um villst að það er í góðu lagi að tapa – ef maður leggur sig fram. Erlendar Pistillinn Mest lesið Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Körfubolti „Við vorum algjörlega týndir“ Enski boltinn Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn „Ég er ekki Hitler“ Fótbolti United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Enski boltinn Eir Chang fær norrænan styrk fyrir efnilegt íþróttafólk Sport Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Körfubolti Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Enski boltinn EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Körfubolti Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag Körfubolti Fleiri fréttir Dagskráin: Big Ben, úrslitastund Blika, dregið í Meistaradeild og Besta kvenna Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eir Chang fær norrænan styrk fyrir efnilegt íþróttafólk Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag Amanda og félagar mæta Blikum Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael Þrír íslenskir kastarar keppa á HM í Tókýó Diljá og Karólína skoruðu báðar EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Ísabella Sara lagði upp í Meistaradeild Evrópu Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Tveir nýliðar í landsliðshópnum Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Sjá meira
Pierre de Coubertin, faðir Ólympíuleika nútímans, sagði ávallt að það mikilvæga við Ólympíuleika væri ekki að vinna, heldur að taka þátt og að gera sitt besta. Það kom því ekki á óvart að átta badmintonkonum var vikið úr keppni á leikunum í gær. Um er að ræða fjögur pör í tvíliðaleik kvenna – tvö frá Suður-Kóreu, eitt frá Indónesíu og eitt frá Kína – sem öll lögðu sig fram við að tapa viðureignum sínum í fyrradag. Í reglum Alþjóðabadmintonsambandsins eru reglur sem kveða á um að leikmenn skuli ávallt gera sitt besta til að vinna leiki. Voru viðkomandi keppendur fundnir sekir um brot á þessari reglugerð og því vikið úr leik. Allt hófst þetta á því að danskt par vann afar óvæntan sigur á þeim Tian og Zhao frá Kína í D-riðli snemma dags á þriðjudaginn. Kínverska parið er í öðru sæti heimslistans og kom því sigur Dananna mjög á óvart. Aðeins tvö lið frá hverju landi mega keppa í hverri grein og hitt kínverska parið á leikunum er einmitt í efsta sæti heimslistans. Vegna taps þeirra Tian og Zhao var sú staða komin upp að Kínverjarnir myndu mætast í undanúrslitum – ekki úrslitum. Þar lá hundurinn grafinn. Þess vegna reyndi hitt kínverska parið (það sem er í efsta sæti heimstans) líka að tapa viðureign til að reyna að rétta skekkjuna af, ef svo má að orði komast. Parið sem þau mættu vildi samt líka tapa, því þannig hefðu Kínverjarnir mæst innbyrðis í undanúrslitum og viðkomandi ættu því greiða leið í úrslitin. Allt þetta hafði svo áhrif á aðra viðureign, á milli pars frá Suður-Kóreu og Indónesíu, því skyndilega var sú staða komin upp að sigurvegarar þeirrar viðureignar myndu mæta besta pari heims í 8-liða úrslitum. Möguleikarnir á verðlaunapening væru nánast úr sögunni með sigri. Það var sú viðureign sem var á undan leik Rögnu Ingólfsdóttur á leikunum í fyrrakvöld og ég fylgdist með, nánast gapandi. Það var með ólíkindum að sjá bestu badmintonkonur heims svara skoti sem var augljóslega á leiðinni út af og þykjast svo vera fúlar þegar þær gáfu frá sér stig með því að þrykkja í netið. Auðvitað var ekkert annað hægt í stöðunni en að vísa þeim frá keppni. Badmintoníþróttin var skyndilega komin í sviðsljós Ólympíuleikanna hér úti enda greint frá þessu í öllum helstu fjölmiðlum heims. Auðvitað má segja að keppnisfyrirkomulagið hafi boðið hættunni heim en keppendur á Ólympíuleikum eiga þó að geta sagt sér að sú iðja að tapa viljandi sé ekki vænleg til árangurs. Það sem eftir situr er þó kínverska parið Thian og Zhao sem tapaði óviljandi fyrir danska parinu. Það er nú langlíklegast til að hirða gull í greininni og sýnir þannig svo ekki verður um villst að það er í góðu lagi að tapa – ef maður leggur sig fram.
Erlendar Pistillinn Mest lesið Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Körfubolti „Við vorum algjörlega týndir“ Enski boltinn Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn „Ég er ekki Hitler“ Fótbolti United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Enski boltinn Eir Chang fær norrænan styrk fyrir efnilegt íþróttafólk Sport Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Körfubolti Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Enski boltinn EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Körfubolti Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag Körfubolti Fleiri fréttir Dagskráin: Big Ben, úrslitastund Blika, dregið í Meistaradeild og Besta kvenna Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eir Chang fær norrænan styrk fyrir efnilegt íþróttafólk Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag Amanda og félagar mæta Blikum Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael Þrír íslenskir kastarar keppa á HM í Tókýó Diljá og Karólína skoruðu báðar EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Ísabella Sara lagði upp í Meistaradeild Evrópu Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Tveir nýliðar í landsliðshópnum Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Sjá meira