Hryllingsmynd Erlings vekur athygli 15. júní 2012 12:00 Ungur leikstjóri Erlingur hlaut áhorfendaverðlaunin á Columbia University Film Festival. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR „Ég hef verið aðdáandi hryllingsmynda síðan ég var krakki," segir Erlingur Óttar Thoroddsen meistaranemi í kvikmyndaleikstjórn við Columbia-háskóla í New York. Stuttmynd hans Child Eater hefur hlotið nokkra athygli vestra þrátt fyrir að hafa einungis verið sýnd einu sinni. „Þetta er hrollvekja í anda gömlu hryllingsmyndanna frá 1980, til dæmis Halloween-myndanna," segir Erlingur. Hann segir fáar slíkar myndir hafa verið gerðar á Íslandi. „Það er kannski helst Reykjavik Whale Watching Massacre og Morðsaga frá 1977, sem er svona fyrsta íslenska hryllingsmyndin." Í sömu mund segist hann gjarnan vilja koma af stað eða taka þátt í hryllingsmyndabylgju hér á landi. „Myndin fjallar um barnfóstru sem vill eiga notalegt kvöld en krakkinn hættir ekki að kvarta yfir að það sé einhver inni í skápnum sínum. Eftir því sem líða fer á kvöldið fara undarlegir hlutir að gerast þar til allt fer til fjandans," segir Erlingur sem byrjaði að skrifa handritið í febrúar í fyrra. Til að auka á hryllinginn var notuð frumsamin tónlist Einars Sverris Tryggvasonar. Myndin var sýnd á Columbia University Film Festival í virtu listamiðstöðinni Lincoln Center og hlaut áhorfendaverðlaun hátíðarinnar. „Við fengum strax mjög góðar viðtökur. Fulltrúar tveggja stórra kvikmyndahátíða komu til okkar eftir sýninguna og báðu um myndina. Maður frá framleiðslufyrirtæki kom einnig til mín og sagðist vilja gera hryllingsmynd. Hann sýndi fyrirtækinu sínu myndina og við höfum verið í sambandi. Næst á dagskrá er að skrifa handrit að þessari mynd í fullri lengd," segir Erlingur vongóður um framhaldið. hallfridur@frettabladid.is Lífið Mest lesið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Lífið Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Lífið Rosalia komin með skvísu upp á arminn Lífið „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni Lífið Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið Fleiri fréttir Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Sjá meira
„Ég hef verið aðdáandi hryllingsmynda síðan ég var krakki," segir Erlingur Óttar Thoroddsen meistaranemi í kvikmyndaleikstjórn við Columbia-háskóla í New York. Stuttmynd hans Child Eater hefur hlotið nokkra athygli vestra þrátt fyrir að hafa einungis verið sýnd einu sinni. „Þetta er hrollvekja í anda gömlu hryllingsmyndanna frá 1980, til dæmis Halloween-myndanna," segir Erlingur. Hann segir fáar slíkar myndir hafa verið gerðar á Íslandi. „Það er kannski helst Reykjavik Whale Watching Massacre og Morðsaga frá 1977, sem er svona fyrsta íslenska hryllingsmyndin." Í sömu mund segist hann gjarnan vilja koma af stað eða taka þátt í hryllingsmyndabylgju hér á landi. „Myndin fjallar um barnfóstru sem vill eiga notalegt kvöld en krakkinn hættir ekki að kvarta yfir að það sé einhver inni í skápnum sínum. Eftir því sem líða fer á kvöldið fara undarlegir hlutir að gerast þar til allt fer til fjandans," segir Erlingur sem byrjaði að skrifa handritið í febrúar í fyrra. Til að auka á hryllinginn var notuð frumsamin tónlist Einars Sverris Tryggvasonar. Myndin var sýnd á Columbia University Film Festival í virtu listamiðstöðinni Lincoln Center og hlaut áhorfendaverðlaun hátíðarinnar. „Við fengum strax mjög góðar viðtökur. Fulltrúar tveggja stórra kvikmyndahátíða komu til okkar eftir sýninguna og báðu um myndina. Maður frá framleiðslufyrirtæki kom einnig til mín og sagðist vilja gera hryllingsmynd. Hann sýndi fyrirtækinu sínu myndina og við höfum verið í sambandi. Næst á dagskrá er að skrifa handrit að þessari mynd í fullri lengd," segir Erlingur vongóður um framhaldið. hallfridur@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Lífið Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Lífið Rosalia komin með skvísu upp á arminn Lífið „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni Lífið Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið Fleiri fréttir Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Sjá meira