Gullhafi helgarinnar gerir mynsturforrit fyrir iPad 12. júní 2012 09:00 Siggi er þekktur fyrir einstakar teikningar sínar og í næsta mánuði kemur út forrit með 150 slíkum myndum, þar á meðal eftirfarandi mynd, sem notendur geta búið til nýtt mynstur úr. „Þetta er fyrir almenning sem leiðist í ipad-num eða iphone-inum sínum," segir grafíski hönnuðurinn Siggi Eggertsson sem vinnur að fyrsta forritinu sínu ásamt forritaranum og æskuvini sínum Hjalta Jakobssyni. Von er á forritinu um miðjan næsta mánuðinn. „Það má segja að notendur skapi myndir eða mynstur eftir mig sem ég hef ekki búið til," segir Siggi en forritið hefur að geyma 150 myndir eftir hann og blanda handhafar forritsins þeim saman svo úr verður ný mynd. "Þetta er svona mynsturmaskína". Siggi er með mörg járn í eldinum þessa dagana því ásamt þróun forritsins er hann að teikna tíu myndir af áhrifamiklu fólki í tækniiðnaðinum fyrir virta tímaritið Newsweek. „Þetta er fyrir grein um hundrað áhrifamesta fólkið í tækniiðnaðinum og ég er að teikna topp tíu," segir Siggi og bætir við: "Þetta var bara óvænt verkefni. Ég teikna mikið fyrir tímarit og hef sem dæmi unnið fyrir Wallpaper og gerði forsíðuna á Village Voice í byrjun febrúar." Á sama tíma er hann með kynningarefni fyrir Playstation í vinnslu og plötuumslag fyrir þýska raftónlistar plötuútgáfufyrirtækið Bplitch Control. Þessi alþjóðlegu verkefni eru engin nýlunda hjá hönnuðinum sem hefur starfað sjálfstætt í Berlín frá árinu 2008 og unnið fyrir þekkt fyrirtæki á borð við Coca Cola, Nike, Nokia og Mulberry.Síðasta laugardag varð Siggi fyrstur Íslendinga til að vinna gullverðlaun á ADC*E, einni stærstu hönnunarkeppni heims. Verðlaunin voru í flokki myndskreytinga og ljósmynda og veitt fyrir herferð hans sem unnin var í sameiningu við Jónsson & Le'macks fyrir fyrirtækjasvið Landsbankans. Alls var valið úr 971 verkum frá 23 Evrópulöndum og 29 þeirra hlutu gullverðlaun. Tvenn silfurverðlaun féllu í skaut Íslendinga. Það voru meðlimir LetterPress, þær Hildur Sigurðardóttir og Ólöf Birna Garðarsdóttir, sem hlutu viðurkenningu í flokki grafískrar hönnunar fyrir kynningarefnið Bland í búnti. Að sama skapi var hópurinn RVK Design Lab verðlaunaður í flokki annars konar hönnunar fyrir herferð sína Filmnd fyrir Reykjavík Film Festival. Verkin fá með þessu þátttökurétt í stærri hönnunarkeppni sem heitir The Cup en þátttaka fæst með viðurkenningu á einni af fjórum álfu-keppnum í hönnun. Áhugsamir geta skoðað verkefni Sigga á vefsíðu hans siggieggertsson.com. hallfridur@frettabladid.is Lífið Mest lesið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Tímalausar og fallegar brúðargjafir Lífið Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Skákborðsréttir nýjasta matartískan Lífið Fleiri fréttir Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Sjá meira
„Þetta er fyrir almenning sem leiðist í ipad-num eða iphone-inum sínum," segir grafíski hönnuðurinn Siggi Eggertsson sem vinnur að fyrsta forritinu sínu ásamt forritaranum og æskuvini sínum Hjalta Jakobssyni. Von er á forritinu um miðjan næsta mánuðinn. „Það má segja að notendur skapi myndir eða mynstur eftir mig sem ég hef ekki búið til," segir Siggi en forritið hefur að geyma 150 myndir eftir hann og blanda handhafar forritsins þeim saman svo úr verður ný mynd. "Þetta er svona mynsturmaskína". Siggi er með mörg járn í eldinum þessa dagana því ásamt þróun forritsins er hann að teikna tíu myndir af áhrifamiklu fólki í tækniiðnaðinum fyrir virta tímaritið Newsweek. „Þetta er fyrir grein um hundrað áhrifamesta fólkið í tækniiðnaðinum og ég er að teikna topp tíu," segir Siggi og bætir við: "Þetta var bara óvænt verkefni. Ég teikna mikið fyrir tímarit og hef sem dæmi unnið fyrir Wallpaper og gerði forsíðuna á Village Voice í byrjun febrúar." Á sama tíma er hann með kynningarefni fyrir Playstation í vinnslu og plötuumslag fyrir þýska raftónlistar plötuútgáfufyrirtækið Bplitch Control. Þessi alþjóðlegu verkefni eru engin nýlunda hjá hönnuðinum sem hefur starfað sjálfstætt í Berlín frá árinu 2008 og unnið fyrir þekkt fyrirtæki á borð við Coca Cola, Nike, Nokia og Mulberry.Síðasta laugardag varð Siggi fyrstur Íslendinga til að vinna gullverðlaun á ADC*E, einni stærstu hönnunarkeppni heims. Verðlaunin voru í flokki myndskreytinga og ljósmynda og veitt fyrir herferð hans sem unnin var í sameiningu við Jónsson & Le'macks fyrir fyrirtækjasvið Landsbankans. Alls var valið úr 971 verkum frá 23 Evrópulöndum og 29 þeirra hlutu gullverðlaun. Tvenn silfurverðlaun féllu í skaut Íslendinga. Það voru meðlimir LetterPress, þær Hildur Sigurðardóttir og Ólöf Birna Garðarsdóttir, sem hlutu viðurkenningu í flokki grafískrar hönnunar fyrir kynningarefnið Bland í búnti. Að sama skapi var hópurinn RVK Design Lab verðlaunaður í flokki annars konar hönnunar fyrir herferð sína Filmnd fyrir Reykjavík Film Festival. Verkin fá með þessu þátttökurétt í stærri hönnunarkeppni sem heitir The Cup en þátttaka fæst með viðurkenningu á einni af fjórum álfu-keppnum í hönnun. Áhugsamir geta skoðað verkefni Sigga á vefsíðu hans siggieggertsson.com. hallfridur@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Tímalausar og fallegar brúðargjafir Lífið Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Skákborðsréttir nýjasta matartískan Lífið Fleiri fréttir Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Sjá meira